Ísland á pari við San Marínó og Mónakó en langt á eftir Kýpur Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:02 Hákon Svavarsson, Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands á ÓL í París. ÍSÍ Aðeins þrjár Evrópuþjóðir koma til með að eiga færri keppendur en Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Ísland á fimm keppendur líkt og San Marínó, Mónakó og Malta. Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira