Enski boltinn

„Eina leiðin til að lifa af“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruben Amorim á hliðarlínunni í leik með Manchester United.
Ruben Amorim á hliðarlínunni í leik með Manchester United. Getty/Vince Mignott

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var spurður á blaðamannafundi út í skýrslu BBC um áreitni sem knattspyrnumenn og stjórar verða fyrir á samfélagsmiðlum.

Stjóri Manchester United sagði þar að eina leiðin til að vernda sjálfan sig og fjölskyldu sína fyrir áreitni sé að halda sig frá samfélagsmiðlum.

Amorim var spurður út í netáreitni sem beinist að honum: „Það er eðlilegt í hvaða starfi sem er þegar maður er í sviðsljósinu. Ég les þetta ekki, ég vernda sjálfan mig. Ég horfi ekki á sjónvarpið þegar verið er að tala um Manchester United. Ekki vegna þess að ég sé ósammála, oft er ég það, heldur er þetta leið fyrir mig til að halda geðheilsunni,“ sagði Ruben Amorim.

„Mín eigin tilfinning sem þjálfari er nóg. Ég þarf ekki á tilfinningum annarra að halda. Eina leiðin, það er engin önnur leið, er að vernda sjálfan mig,“ sagði Amorim.

„Auðvitað tapa ég peningum frá styrktaraðilum. Á Instagram gæti ég þénað mikla peninga (en) til að vernda fjölskyldu mína og lifa eðlilegu lífi er ekki þess virði að fá nokkra dollara eða pund í viðbót. Það er þess ekki virði,“ sagði Amorim.

„Ég vernda sjálfan mig og enginn getur verið harðari við mig en ég sjálfur þegar við töpum og spilum ekki vel. Nú til dags er mjög eðlilegt að verða fyrir slíkri áreitni, þannig að þetta er eina leiðin til að lifa af í þessum heimi,“ sagði Amorim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×