Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júlí 2024 13:57 Lagt er til að Landspítalinn hanni verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira