Innlent

Sérsveitaraðgerð í Ár­bænum í dag

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Horft yfir Selásinn í Árbænum.
Horft yfir Selásinn í Árbænum. Vísir/Vilhelm

Sérsveitin var kölluð til um kl 13:30 vegna gruns um að maður í Árbænum væri vopnaður hnífi. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig fór.

Mbl greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra. Hún segir aðeins geta staðfest það að sérsveitin hafi verið kölluð til, en gat ekki veitt frekari upplýsingar um aðgerðina.

Ekki hefur náðst í aðra fulltrúa lögreglunnar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×