Kallar Novak Djokovic Svarthöfða tennisheimsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 12:30 Novak Djokovic lét áhorfendur á Wimbledon mótinu heyra það, ekki sáttur með köll þeirra á meðan leiknum við Holger Rune stóð. Getty/Mike Hewitt Tennisgoðsögnin John McEnroe er á því að serbneski tenniskappinn sé óumbeðið í hlutverki Svarthöfða í tennisheiminum. Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira