Hliðarbil ökutækja frá hjólreiðafólki 1.5 metrar Umferðarátak 2024 10. júlí 2024 13:44 Þeim sem nota reiðhjól sem samgöngutæki hefur fjölgað síðustu ár. Gæta þarf fyllsta öryggis þar sem akandi og hjólandi deila götum og vegum landsins. Vilhelm Gunnarsson Hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda hér á landi og sífellt fleiri nota reiðhjól og rafhjól sem samgöngutæki. Þá hefur þeim einnig fjölgað sem æfa hjólreiðar reglulega og þeim sem hjóla sér til heilsubótar. Ekki kemst hjólreiðafólk allra sinna ferða á þar til gerðum stígum og þurfa ökutæki og reiðhjól í einhverjum tilfellum að deila götum og vegum landsins. Því er ekki úr vegi að skerpa aðeins á umferðalögum nr.77/2019 sem tóku gildi þann 1. janúar 2020. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og á vef Samgöngustofu er að finna upplýsingar og fróðleik. Þar er meðal annars búið að taka saman helstu atriði laganna sem snúa að hjólreiðum. Hliðarbil að lágmarki 1.5 metrar Hverskonar framúrakstur skapar alltaf ákveðna hættu og í lögunum kemur fram að þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1.5 metrar. Hjólandi haldi sig til hægri á stærri vegum Hjólreiðamaður á almennt að halda sig hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri. Þó er óhætt að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km. á klst. Þá er hjólreiðamönnum gert að sýna sérstaka aðgát við vegamót og þar sem akbraut og stígar skerast. Hjólandi hafa forgang á hjólarein Í borgum víða erlendis þar sem hjólreiðar eru algengari en hér Þó eru komnar hjólareinar víða meðfram akbrautum og þá þurfa ökumenn að vera vakandi. Ökumaður sem ætlar að beygja þvert á hjólarein skal veita umferð hjólreiðamanna á reininni forgang. Hjólandi gefi merki Og ekki eru það einungis hjólandi og akandi sem deila þurfa vegum heldur hjólandi og gangandi einnig. Þá kveða lögin svo á um að hjólreiðafólk á gangstétt, göngustíg eða göngugötu skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólandi geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. Hjólreiðafólk skuli gefa hljóðmerki þegar það nálgast gangandi vegfarendur ef ætla má að þeirra verði ekki vart. Þar má einnig bæta við að sérstakar gætur þarf að hafa á ef gangandi vegfarandi er með hund í bandi. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Ekki kemst hjólreiðafólk allra sinna ferða á þar til gerðum stígum og þurfa ökutæki og reiðhjól í einhverjum tilfellum að deila götum og vegum landsins. Því er ekki úr vegi að skerpa aðeins á umferðalögum nr.77/2019 sem tóku gildi þann 1. janúar 2020. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og á vef Samgöngustofu er að finna upplýsingar og fróðleik. Þar er meðal annars búið að taka saman helstu atriði laganna sem snúa að hjólreiðum. Hliðarbil að lágmarki 1.5 metrar Hverskonar framúrakstur skapar alltaf ákveðna hættu og í lögunum kemur fram að þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1.5 metrar. Hjólandi haldi sig til hægri á stærri vegum Hjólreiðamaður á almennt að halda sig hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri. Þó er óhætt að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km. á klst. Þá er hjólreiðamönnum gert að sýna sérstaka aðgát við vegamót og þar sem akbraut og stígar skerast. Hjólandi hafa forgang á hjólarein Í borgum víða erlendis þar sem hjólreiðar eru algengari en hér Þó eru komnar hjólareinar víða meðfram akbrautum og þá þurfa ökumenn að vera vakandi. Ökumaður sem ætlar að beygja þvert á hjólarein skal veita umferð hjólreiðamanna á reininni forgang. Hjólandi gefi merki Og ekki eru það einungis hjólandi og akandi sem deila þurfa vegum heldur hjólandi og gangandi einnig. Þá kveða lögin svo á um að hjólreiðafólk á gangstétt, göngustíg eða göngugötu skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólandi geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. Hjólreiðafólk skuli gefa hljóðmerki þegar það nálgast gangandi vegfarendur ef ætla má að þeirra verði ekki vart. Þar má einnig bæta við að sérstakar gætur þarf að hafa á ef gangandi vegfarandi er með hund í bandi. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira