Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 15:00 Drífa segir starfsmann hafa hótað sér líkamlegu ofbeldi við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipi á Skarfabakka. Vísir/Samsett Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún. Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún.
Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira