Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 11. júlí 2024 11:00 Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir. Nýlega birtist frétt á RÚV með þeirri fullyrðingu að fjöldi erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum hafi nær tvöfaldast. Í fréttinni birtust svör dómsmálaráðherra eftir að óskað hafi verið eftir svörum um hlutfall erlendra í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á árunum 2020 - 2022. Á þessum árum var Covid-19 enn áhrifamikið en ég ætla að fara yfir tölurnar frá 2022 í þessu svari frá dómsmálaráðherra þar sem þær eru nýjastar. Allt kynferðisofbeldi hefur aukist Samkvæmt skýrslunni kemur fram að alls voru skráð 622 kynferðisbrot árið 2022, þar af voru 100 gerendur erlendir karlmenn sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni. Sama orðræða og á stríðsárunum Þegar gerendur af erlendum uppruna komast í fréttir fyllast athugasemdakerfin af rasískum ummælum. Það á helst að henda þessum mönnum úr landi, koma í veg fyrir að þeir geti unnið hér á landi, hávært ákall eftir nafngreiningum og hugmyndir um að hægt sé að sía út nauðgara við landamærin. Sama orðræða á rætur sínar að rekja til stríðsáranna þar sem erlendum hermönnum var meinað að koma til Íslands vegna ímyndaðs eignaréttar íslenskra karla á íslenskum konum. Þegar gerendur í kynferðisbrotamálum eru hins vegar íslenskir, sér í lagi þekktir, þá köllum við nafngreiningar á þeim slaufunarmenningu og þolendur peningagráðuga lygara í leit að athygli. Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann! Meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari En hvers vegna er fólk reiðara þegar erlendir karlmenn brjóta af sér? Breytir það einhverju hvort þolandinn er íslenskur eða erlendur? Það að taka afstöðu þegar þolandi er íslensk kona og gerandi er erlendur karlmaður er rasískt og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir. Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni? Tölfræðin einfaldlega segir okkur að það eru miklu meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari en útlendingurinn og tölfræðin segir okkur það líka að ef gerandi er af erlendum uppruna þýðir ekki endilega að þolandi sé íslenskur. Valkvæð afstaða með þolendum eftir þjóðerni gerenda hjálpar þolendum ekki neitt og er enn ein leið feðraveldisins til þess að flokka konur niður í verðuga eða óverðuga þolendur. Íslenskir ofbeldismenn 83.8% gerenda Við komumst aldrei nálægt því að vinna gegn þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er ef við horfumst ekki í augu við það að kynferðisofbeldi spyr ekki um uppruna né stöðu í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi hefur sjaldnast afleiðingar fyrir annan en þolandann og því verðum við að breyta. Ég sjálf hefði í raun verið eilítið „heppnari“ ef maðurinn sem braut á mér hefði ekki verið íslenskur vegna þess að þegar gerendur eru erlendir eða þekktir að þá hleypur rannsóknartími lögreglunnar á vikum eða mánuðum í stað ára. Væri ég síður verðugur þolandi ef ég væri erlend kona og orðið fyrir ofbeldi af hendi íslenskum karlmanni? Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 eru flestir ofbeldismenn íslenskir eða um 83.8%. Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum. Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra. Er þá ekki eitthvað til í því sem Ólöf Tara segir? Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum hér á landi? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Innflytjendamál Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir. Nýlega birtist frétt á RÚV með þeirri fullyrðingu að fjöldi erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum hafi nær tvöfaldast. Í fréttinni birtust svör dómsmálaráðherra eftir að óskað hafi verið eftir svörum um hlutfall erlendra í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á árunum 2020 - 2022. Á þessum árum var Covid-19 enn áhrifamikið en ég ætla að fara yfir tölurnar frá 2022 í þessu svari frá dómsmálaráðherra þar sem þær eru nýjastar. Allt kynferðisofbeldi hefur aukist Samkvæmt skýrslunni kemur fram að alls voru skráð 622 kynferðisbrot árið 2022, þar af voru 100 gerendur erlendir karlmenn sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni. Sama orðræða og á stríðsárunum Þegar gerendur af erlendum uppruna komast í fréttir fyllast athugasemdakerfin af rasískum ummælum. Það á helst að henda þessum mönnum úr landi, koma í veg fyrir að þeir geti unnið hér á landi, hávært ákall eftir nafngreiningum og hugmyndir um að hægt sé að sía út nauðgara við landamærin. Sama orðræða á rætur sínar að rekja til stríðsáranna þar sem erlendum hermönnum var meinað að koma til Íslands vegna ímyndaðs eignaréttar íslenskra karla á íslenskum konum. Þegar gerendur í kynferðisbrotamálum eru hins vegar íslenskir, sér í lagi þekktir, þá köllum við nafngreiningar á þeim slaufunarmenningu og þolendur peningagráðuga lygara í leit að athygli. Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann! Meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari En hvers vegna er fólk reiðara þegar erlendir karlmenn brjóta af sér? Breytir það einhverju hvort þolandinn er íslenskur eða erlendur? Það að taka afstöðu þegar þolandi er íslensk kona og gerandi er erlendur karlmaður er rasískt og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir. Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni? Tölfræðin einfaldlega segir okkur að það eru miklu meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari en útlendingurinn og tölfræðin segir okkur það líka að ef gerandi er af erlendum uppruna þýðir ekki endilega að þolandi sé íslenskur. Valkvæð afstaða með þolendum eftir þjóðerni gerenda hjálpar þolendum ekki neitt og er enn ein leið feðraveldisins til þess að flokka konur niður í verðuga eða óverðuga þolendur. Íslenskir ofbeldismenn 83.8% gerenda Við komumst aldrei nálægt því að vinna gegn þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er ef við horfumst ekki í augu við það að kynferðisofbeldi spyr ekki um uppruna né stöðu í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi hefur sjaldnast afleiðingar fyrir annan en þolandann og því verðum við að breyta. Ég sjálf hefði í raun verið eilítið „heppnari“ ef maðurinn sem braut á mér hefði ekki verið íslenskur vegna þess að þegar gerendur eru erlendir eða þekktir að þá hleypur rannsóknartími lögreglunnar á vikum eða mánuðum í stað ára. Væri ég síður verðugur þolandi ef ég væri erlend kona og orðið fyrir ofbeldi af hendi íslenskum karlmanni? Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 eru flestir ofbeldismenn íslenskir eða um 83.8%. Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum. Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra. Er þá ekki eitthvað til í því sem Ólöf Tara segir? Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum hér á landi? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun