Leikmenn Blika í útgöngubanni í Skopje Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 12:15 Blikar æfa á alvöru velli. Breiðablik/Arnar Laufdal Breiðablik hefur vegferð sína í Sambandsdeild Evrópu í kvöld er liðið sækir Tikves Kavadarci heim í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Steikjandi hiti er á svæðinu Breiðablik hefur nú keppni í Sambandeildinni á ný eftir að hafa, fyrst íslenskra liða, leikið í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir sína menn klára í slaginn. „Menn eru gríðarlega vel stemmdir. Það fer mjög vel um okkur í Skopje. Við vorum að koma úr göngutúr og hádegismat og nú tekur við slökun og undirbúningur fyrir leikinn í kvöld. Það er bara góður andi og menn mjög peppaðir fyrir verkefninu,“ segir Halldór frá Skopje í samtali við Vísi. Tók tíma að staðfesta frestun Leikur liðanna var tímasettur klukkan 17:00 að staðartíma, 15:00 á Íslandi, þar til fyrir um tveimur dögum síðan. Hann fer hins vegar fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Halldór segir hafa legið fyrir um hríð að leikurinn gæti ekki farið fram svo snemma í gríðarmiklum hita í makedónsku höfuðborginni. „Það er auðvitað spáð hérna 38 til 40 gráðum og sól klukkan fimm. Þó þessu hafi verið formlega breytt fyrir örfáum dögum þá var það alltaf okkar skilningur að þetta yrði spilað að kvöldi til. Ég hreinlega veit ekki hvaða seinagangur það var að staðfesta þetta formlega,“ Það var enn sólarglenna þegar Blikar æfu á keppnisvellinum í gær.Breiðablik/Arnar Laufdal „Þetta er á flottum flóðlýstum velli og það er ekki hefð fyrir því að spila á slíkum völlum í svona miklum hita þegar sólin er hátt á lofti. Við gerðum alltaf ráð fyrir kvöldleik, sem varð raunin,“ segir Halldór. Menn fara ekki mikið út En hvernig líður leikmönnum og starfsliði í þessum mikla hita? „Þetta er engin skemmtiferð, þannig lagað. Við erum bara í þessu verkefni að spila þennan leik. Menn hafa ekkert verið úti. Við höfum tekið örstutta göngutúra í kringum hótelið og reynt að vera í skugga. Svo æfðum við í gærkvöldi. Menn eru bara hérna inni á loftkældu hóteli,“ „Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki úti í hitanum og sólinni. Þessar fáu mínútur sem við höfum farið út hefur vissulega verið gríðarlega heitt. Þetta er langt frá sjó og alveg logn hérna. Það er verulega heitt,“ segir Halldór léttur. Það er ekki úlpuveður hjá Halldóri og hans mönnum í Skopje.Vísir/Diego En er þá ekki hreinlega útgöngubann á menn fram að leik? „Já, það er eiginlega þannig. En við þekkjum þetta. Við höfum verið fastagestir á þessu svæði síðustu ár. Við spiluðum í Bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Þetta eru svipaðar aðstæður og menn þekkja hvernig er best að undirbúa sig og eru faglegir í því.“ Hörku mótherji Tikves varð bikarmeistari heima fyrir í maí og lenti í fjórða sæti deildarinnar. Halldór segir um sterkan andstæðing að ræða, og þar á bæ hafi menn bætt vel í fyrir komandi leiktíð. „Ég býst við hörkuleik. Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppninni. Það sem við höfum séð er þetta mjög gott lið. Það er mikil saga á bakvið félagið, stofnað 1930, og hefur verið flottur klúbbur í langan tíma. En þeir náðu sínum besta árangri í langan tíma með fjórða sæti og bikartitli í vor,“ „Það er mikill uppgangur í liðinu og þeir hafa bætt töluvert við sig af leikmönnum frá því þeir kláruðu bikartitilinn í maí. Þeir hafa náð í mjög góð úrslit í öllum æfingaleikjum í aðdraganda þessa leiks. Þetta er bara hörkulið sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik mætir Tikves klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 5. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur er klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Breiðablik hefur nú keppni í Sambandeildinni á ný eftir að hafa, fyrst íslenskra liða, leikið í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir sína menn klára í slaginn. „Menn eru gríðarlega vel stemmdir. Það fer mjög vel um okkur í Skopje. Við vorum að koma úr göngutúr og hádegismat og nú tekur við slökun og undirbúningur fyrir leikinn í kvöld. Það er bara góður andi og menn mjög peppaðir fyrir verkefninu,“ segir Halldór frá Skopje í samtali við Vísi. Tók tíma að staðfesta frestun Leikur liðanna var tímasettur klukkan 17:00 að staðartíma, 15:00 á Íslandi, þar til fyrir um tveimur dögum síðan. Hann fer hins vegar fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Halldór segir hafa legið fyrir um hríð að leikurinn gæti ekki farið fram svo snemma í gríðarmiklum hita í makedónsku höfuðborginni. „Það er auðvitað spáð hérna 38 til 40 gráðum og sól klukkan fimm. Þó þessu hafi verið formlega breytt fyrir örfáum dögum þá var það alltaf okkar skilningur að þetta yrði spilað að kvöldi til. Ég hreinlega veit ekki hvaða seinagangur það var að staðfesta þetta formlega,“ Það var enn sólarglenna þegar Blikar æfu á keppnisvellinum í gær.Breiðablik/Arnar Laufdal „Þetta er á flottum flóðlýstum velli og það er ekki hefð fyrir því að spila á slíkum völlum í svona miklum hita þegar sólin er hátt á lofti. Við gerðum alltaf ráð fyrir kvöldleik, sem varð raunin,“ segir Halldór. Menn fara ekki mikið út En hvernig líður leikmönnum og starfsliði í þessum mikla hita? „Þetta er engin skemmtiferð, þannig lagað. Við erum bara í þessu verkefni að spila þennan leik. Menn hafa ekkert verið úti. Við höfum tekið örstutta göngutúra í kringum hótelið og reynt að vera í skugga. Svo æfðum við í gærkvöldi. Menn eru bara hérna inni á loftkældu hóteli,“ „Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki úti í hitanum og sólinni. Þessar fáu mínútur sem við höfum farið út hefur vissulega verið gríðarlega heitt. Þetta er langt frá sjó og alveg logn hérna. Það er verulega heitt,“ segir Halldór léttur. Það er ekki úlpuveður hjá Halldóri og hans mönnum í Skopje.Vísir/Diego En er þá ekki hreinlega útgöngubann á menn fram að leik? „Já, það er eiginlega þannig. En við þekkjum þetta. Við höfum verið fastagestir á þessu svæði síðustu ár. Við spiluðum í Bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Þetta eru svipaðar aðstæður og menn þekkja hvernig er best að undirbúa sig og eru faglegir í því.“ Hörku mótherji Tikves varð bikarmeistari heima fyrir í maí og lenti í fjórða sæti deildarinnar. Halldór segir um sterkan andstæðing að ræða, og þar á bæ hafi menn bætt vel í fyrir komandi leiktíð. „Ég býst við hörkuleik. Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppninni. Það sem við höfum séð er þetta mjög gott lið. Það er mikil saga á bakvið félagið, stofnað 1930, og hefur verið flottur klúbbur í langan tíma. En þeir náðu sínum besta árangri í langan tíma með fjórða sæti og bikartitli í vor,“ „Það er mikill uppgangur í liðinu og þeir hafa bætt töluvert við sig af leikmönnum frá því þeir kláruðu bikartitilinn í maí. Þeir hafa náð í mjög góð úrslit í öllum æfingaleikjum í aðdraganda þessa leiks. Þetta er bara hörkulið sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik mætir Tikves klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 5. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur er klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti