Uppgjörið og viðtöl: Fram - KR 1-0 | Rúnar með fullt hús gegn KR Andri Már Eggertsson skrifar 11. júlí 2024 22:10 Kennie Chopart fagnar í fyrri leik liðanna gegn sínum gömlu félögum. Vísir/Anton Brink Fram vann 1-0 sigur gegn KR á heimavelli. Guðmundur Magnússon skoraði sigurmarkið en þetta var fyrsta tap KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Framarar réðu lögum og lofum fyrstu mínúturnar og fóru að banka á dyrnar strax á fyrstu mínútu. Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, fékk dauðafæri á 14. mínútu þar sem hann fékk boltann nálægt marki vinstra megin í teignum en skóflaði knettinum yfir. Undir lok fyrri hálfleiks lenti Kristján Flóki Finnbogason í hnjaski inn í eigin vítateig og fór af velli vegna meiðsla. Framarar fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en KR fékk einnig nokkur færi til þess að brjóta ísinn. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar að innan við mínúta var liðin af síðari hálfleiks komst Benoný Breki Andrésson einn í gegn en Ólafur Íshólm Ólafsson kom út úr markinu og lokaði á hann. Theodór Elmar Bjarnason var við hliðin á Benoný en fékk ekki sendinguna. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 79. mínútu. Jón Arnar Sigurðsson tapaði boltanum á vondum stað og Tiago gerði vel í að renna honum á Guðmund sem vippaði snyrtilega yfir Guy Smit. Uppbótartíminn var ansi skrautlegur. Tryggvi Snær Geirsson og Alex Þór Hauksson fóru báðir af velli eftir að hafa fengið annað gult spjald. Skömmu síðar vildu KR-ingar fá vítaspyrnu þegar Aron Sigurðarson féll niður inn í teig en fengu ekki. Fram vann að lokum 1-0 sigur. Atvik leiksins Guðmundur lét það ekki slá sig út af laginu að hafa verið dæmdur rangstæður skömmu áður þar sem hann slapp einn í gegn skömmu síðar og braut ísinn með því að vippa yfir Guy Smit. Stjörnur og skúrkar Guðmundur Magnússon var stjarna leiksins þar sem hann skoraði sigurmarkið. Guðmundur var ískaldur og vippaði yfir Guy Smit. Ólafur Íshólm Ólafsson átti mikinn þátt í því að Fram vann leikinn. Ólafur varði oft frábærlega og hélt hreinu. Benoný Breki Andrésson var allt of eigingjarn í upphafi síðari hálfleik þegar hann komst einn í gegn og í stað þess að renna boltanum til hliðar á Theodór Elmar Bjarnason sem hefði skorað í autt markið en Benoný vildi fara sjálfur sem virkaði ekki. Þarna var illa farið með gott færi í stöðunni 0-0. Dómarinn [3] Twana Khalid Ahmed dæmdi leik kvöldsins á Lambhagavellinum. Twana höndlaði lokamínúturnar ansi illa. Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, fékk réttilega rautt eftir aðra áminningu þar sem hann braut á Stefáni Árna Geirssyni. Í kjölfarið fékk Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, rautt eftir aðra áminningu þar sem hann tók Tryggva upp úr gervigrasinu sem var mjög sérstakt. Á 97. mínútu átti KR að fá vítaspyrnu þegar Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út beint í Aron Sigurðarson, leikmann KR, sem féll í teignum en Twana dæmdi ekkert. Stemning og umgjörð Fyrir leik var klappað í mínútu til minningar um Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformann KSÍ. Halldór lést 75 ára gamall eftir erfið veikindi. 562 áhorfendur mættu á Lambhagavöllinn sem er á pari miðað við að veðrið var ekki gott og á þessum tíma er mikið um ferðalög. „Allt of margir leikmenn á Íslandi sem eru að henda sér niður“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinnVísir / Hulda Margrét Fram vann 1-0 sigur gegn KR á heimavelli. Það var ansi létt yfir Rúnari Kristinssyni sem hefur unnið báða leikina gegn sínu gamla félagi KR á tímabilinu. „Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt. Ég er í þessu til þess að vinna fótboltaleiki og ná í stig fyrir Fram. Við höfum sett okkur markmið fyrir tímabilið og þessi þrjú stig hjálpuðu okkur í átt að þeim,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Við ræddum það í hálfleik að við þurftum að trúa á þetta. Þó KR hafi ekki skapað rosalega mikið þá var alltaf hætta þar sem það eru góðir leikmenn í liðinu sem geta búið til eitthvað á eigin spýtur. Hálfleikurinn snerist um að við ætluðum ekki að halda jafnteflinu heldur fara og vinna leikinn. Þetta var skref í átt að því að vera betra lið.“ KR-ingar fengu góð færi í síðari hálfleik áður en Fram komst yfir og Rúnar var ánægður með hvernig hans lið lét það ekki slá sig út af laginu. „Maður hafði smá áhyggjur af stöðunni og við ræddum það hvort við ættum að breyta um leikskipulag og setja nýja leikmenn inn á en vildum frekar koma skilaboðum inn á völlinn og róa menn niður.“ Það var mikill hiti undir lok leiks og að mati Rúnars átti Alex Þór Hauksson ekki að toga Tryggva Snæ Geirsson upp og að lokum fengu þeir báðir gult spjald og þar með rautt spjald þar sem þeir voru báðir á gulu spjaldi. „Alex reif Tryggva upp eftir að hann braut á honum og Tryggvi var ósáttur við það og ýtti honum. Alex hafði engan rétt á að taka hann upp þar sem hann var meiddur og dómarinn gerði rétt þar en ég sá þetta ekki nógu vel.“ Rúnar sagðist ekki hafa séð meinta vítaspyrnu sem KR vildi fá en var orðinn hundleiður á leikaraskap. „Ég sá það ekki en þetta var úlfur úlfur. Menn eru oft að detta og þegar þeir hoppa upp úr einhverju og láta sig detta þá endar það með því að þú færð ekki víti þegar að þú átt að fá víti. Það eru allt of margir leikmenn á Íslandi sem eru að henda sér niður og einn í dag fékk gult spjald fyrir það og hugsanlega hefðu fleiri geta fengið gult fyrir það,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn KR Fram
Fram vann 1-0 sigur gegn KR á heimavelli. Guðmundur Magnússon skoraði sigurmarkið en þetta var fyrsta tap KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Framarar réðu lögum og lofum fyrstu mínúturnar og fóru að banka á dyrnar strax á fyrstu mínútu. Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, fékk dauðafæri á 14. mínútu þar sem hann fékk boltann nálægt marki vinstra megin í teignum en skóflaði knettinum yfir. Undir lok fyrri hálfleiks lenti Kristján Flóki Finnbogason í hnjaski inn í eigin vítateig og fór af velli vegna meiðsla. Framarar fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en KR fékk einnig nokkur færi til þess að brjóta ísinn. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar að innan við mínúta var liðin af síðari hálfleiks komst Benoný Breki Andrésson einn í gegn en Ólafur Íshólm Ólafsson kom út úr markinu og lokaði á hann. Theodór Elmar Bjarnason var við hliðin á Benoný en fékk ekki sendinguna. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 79. mínútu. Jón Arnar Sigurðsson tapaði boltanum á vondum stað og Tiago gerði vel í að renna honum á Guðmund sem vippaði snyrtilega yfir Guy Smit. Uppbótartíminn var ansi skrautlegur. Tryggvi Snær Geirsson og Alex Þór Hauksson fóru báðir af velli eftir að hafa fengið annað gult spjald. Skömmu síðar vildu KR-ingar fá vítaspyrnu þegar Aron Sigurðarson féll niður inn í teig en fengu ekki. Fram vann að lokum 1-0 sigur. Atvik leiksins Guðmundur lét það ekki slá sig út af laginu að hafa verið dæmdur rangstæður skömmu áður þar sem hann slapp einn í gegn skömmu síðar og braut ísinn með því að vippa yfir Guy Smit. Stjörnur og skúrkar Guðmundur Magnússon var stjarna leiksins þar sem hann skoraði sigurmarkið. Guðmundur var ískaldur og vippaði yfir Guy Smit. Ólafur Íshólm Ólafsson átti mikinn þátt í því að Fram vann leikinn. Ólafur varði oft frábærlega og hélt hreinu. Benoný Breki Andrésson var allt of eigingjarn í upphafi síðari hálfleik þegar hann komst einn í gegn og í stað þess að renna boltanum til hliðar á Theodór Elmar Bjarnason sem hefði skorað í autt markið en Benoný vildi fara sjálfur sem virkaði ekki. Þarna var illa farið með gott færi í stöðunni 0-0. Dómarinn [3] Twana Khalid Ahmed dæmdi leik kvöldsins á Lambhagavellinum. Twana höndlaði lokamínúturnar ansi illa. Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, fékk réttilega rautt eftir aðra áminningu þar sem hann braut á Stefáni Árna Geirssyni. Í kjölfarið fékk Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, rautt eftir aðra áminningu þar sem hann tók Tryggva upp úr gervigrasinu sem var mjög sérstakt. Á 97. mínútu átti KR að fá vítaspyrnu þegar Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út beint í Aron Sigurðarson, leikmann KR, sem féll í teignum en Twana dæmdi ekkert. Stemning og umgjörð Fyrir leik var klappað í mínútu til minningar um Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformann KSÍ. Halldór lést 75 ára gamall eftir erfið veikindi. 562 áhorfendur mættu á Lambhagavöllinn sem er á pari miðað við að veðrið var ekki gott og á þessum tíma er mikið um ferðalög. „Allt of margir leikmenn á Íslandi sem eru að henda sér niður“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinnVísir / Hulda Margrét Fram vann 1-0 sigur gegn KR á heimavelli. Það var ansi létt yfir Rúnari Kristinssyni sem hefur unnið báða leikina gegn sínu gamla félagi KR á tímabilinu. „Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt. Ég er í þessu til þess að vinna fótboltaleiki og ná í stig fyrir Fram. Við höfum sett okkur markmið fyrir tímabilið og þessi þrjú stig hjálpuðu okkur í átt að þeim,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Við ræddum það í hálfleik að við þurftum að trúa á þetta. Þó KR hafi ekki skapað rosalega mikið þá var alltaf hætta þar sem það eru góðir leikmenn í liðinu sem geta búið til eitthvað á eigin spýtur. Hálfleikurinn snerist um að við ætluðum ekki að halda jafnteflinu heldur fara og vinna leikinn. Þetta var skref í átt að því að vera betra lið.“ KR-ingar fengu góð færi í síðari hálfleik áður en Fram komst yfir og Rúnar var ánægður með hvernig hans lið lét það ekki slá sig út af laginu. „Maður hafði smá áhyggjur af stöðunni og við ræddum það hvort við ættum að breyta um leikskipulag og setja nýja leikmenn inn á en vildum frekar koma skilaboðum inn á völlinn og róa menn niður.“ Það var mikill hiti undir lok leiks og að mati Rúnars átti Alex Þór Hauksson ekki að toga Tryggva Snæ Geirsson upp og að lokum fengu þeir báðir gult spjald og þar með rautt spjald þar sem þeir voru báðir á gulu spjaldi. „Alex reif Tryggva upp eftir að hann braut á honum og Tryggvi var ósáttur við það og ýtti honum. Alex hafði engan rétt á að taka hann upp þar sem hann var meiddur og dómarinn gerði rétt þar en ég sá þetta ekki nógu vel.“ Rúnar sagðist ekki hafa séð meinta vítaspyrnu sem KR vildi fá en var orðinn hundleiður á leikaraskap. „Ég sá það ekki en þetta var úlfur úlfur. Menn eru oft að detta og þegar þeir hoppa upp úr einhverju og láta sig detta þá endar það með því að þú færð ekki víti þegar að þú átt að fá víti. Það eru allt of margir leikmenn á Íslandi sem eru að henda sér niður og einn í dag fékk gult spjald fyrir það og hugsanlega hefðu fleiri geta fengið gult fyrir það,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti