Faðir Yamal með aðra sýn á það þegar Messi baðaði soninn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 09:30 Lionel Messi baðar hér Lamine Yamal fyrir rúmum sextán árum síðan. Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi. Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira