Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 11:08 Skipverjarnir tveir Eduard Dektyarev og Alexander Vasilyev ásamt verjanda annars þeirra Halldóru Aðalsteinsdóttur. Vísir/Ívar Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður. Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður.
Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira