„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Sveindís Jane Jónsdóttir var í skýjunum eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. „Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
„Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum.
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira