Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:46 Sir Jim Ratcliffe er staddur í veiðiferð á Íslandi og sendi því baráttukveðju sína frá Íslandi. @BBCSport Íslandsvinurinn og einn af eigendum Manchester United, Sir Jim Ratcliffe, var í hópi heimsþekktra aðila sem sendu enska karlalandsliðinu í fótbolta sérstaka kveðju fyrir úrslitaleikinn á móti Spáni í kvöld. Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár. Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju. Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe. Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár. „Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United. „Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan. 🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár. Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju. Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe. Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár. „Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United. „Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan. 🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira