Leysingar hugsanleg orsök E.coli bakteríu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júlí 2024 12:46 E-coli baktería greindist í einu sýni úr neysluvatni á Siglufirði í gær. Tekin voru fleiri sýni í kjölfarið. Vísir/Egill E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segist vona að bakterían hafi fundist vegna mikilla leysinga í vatninu, en erfitt sé að vera með vangaveltur um orsakir og hugsanlegar lausnir áður en niðurstöður úr hinum sýnatökunum berast á morgun. Niðurstöður á morgun „Ég er nú að vonast til þess að þetta hafi mögulega einungis verið vegna þess að það hafi verið leysingar í vatninu og að geislabúnaðurinn sem hreinsar vatnið hafi ekki virkað sem skyldi. En við sjáum bara hvað niðurstöðurnar leiða í ljós í fyrramálið,“ segir Sigurjón. Hugsanlega þurfi að bregðast við með betri síunarbúnaði og þess háttar, en það fari bara eftir því hverjar niðurstöðurnar verða úr sýnatökunum á morgun. „Það var þarna eitt vatnsból sem var viðkvæmt og ekki með útfjólubláu ljósi á, en það hefur verið lagt af,“ segir Sigurjón. Unnið verði að úrbótum ef þörf krefur Málið verði skoðað í vikunni og unnið hratt og vel af Siglufjarðarbæ þegar niðurstöðurnar eru komnar. Hann ítrekar að erfitt sé að vera með miklar vangaveltur út frá þessu eina sýni. Ákvörðun hafi verið tekin um að gefa út viðvörun í varúðarskyni. Sjálfsagt sé að hafa varann á sér, sérstaklega fyrir þá sem eru með skert ónæmiskerfi. Fjallabyggð Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segist vona að bakterían hafi fundist vegna mikilla leysinga í vatninu, en erfitt sé að vera með vangaveltur um orsakir og hugsanlegar lausnir áður en niðurstöður úr hinum sýnatökunum berast á morgun. Niðurstöður á morgun „Ég er nú að vonast til þess að þetta hafi mögulega einungis verið vegna þess að það hafi verið leysingar í vatninu og að geislabúnaðurinn sem hreinsar vatnið hafi ekki virkað sem skyldi. En við sjáum bara hvað niðurstöðurnar leiða í ljós í fyrramálið,“ segir Sigurjón. Hugsanlega þurfi að bregðast við með betri síunarbúnaði og þess háttar, en það fari bara eftir því hverjar niðurstöðurnar verða úr sýnatökunum á morgun. „Það var þarna eitt vatnsból sem var viðkvæmt og ekki með útfjólubláu ljósi á, en það hefur verið lagt af,“ segir Sigurjón. Unnið verði að úrbótum ef þörf krefur Málið verði skoðað í vikunni og unnið hratt og vel af Siglufjarðarbæ þegar niðurstöðurnar eru komnar. Hann ítrekar að erfitt sé að vera með miklar vangaveltur út frá þessu eina sýni. Ákvörðun hafi verið tekin um að gefa út viðvörun í varúðarskyni. Sjálfsagt sé að hafa varann á sér, sérstaklega fyrir þá sem eru með skert ónæmiskerfi.
Fjallabyggð Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27