Of lítið fjármagn til viðhalds hafi kostað mannslíf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 09:03 Bifhjólafólk hefur áhyggjur af tíðum bikblæðingum á vegum landsins. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi. Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“ Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“
Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira