Tekjur mestar í Vestmannaeyjum og minnstar í Tjörneshreppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 10:19 Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Miðgildið var 7,6 milljónir króna á ári, sem þýðir að helmingur einstaklinga var með laun yfir 636 þúsundum króna á mánuði. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni. Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni.
Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira