Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 11:27 Mynd úr fyrri leik liðanna á Hlíðarenda áður en allt sauð upp úr. Vísir / Anton Brink Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
„Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira