Sniglarnir taka ekki þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:00 Mynd úr safni. Sniglar mótmæla vegna banaslyss á Kjalarnesi árið 2020. Vísir/Vilhelm Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“ Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“
Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira