„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. júlí 2024 22:01 Atli Már Jóhannsson, einn skipuleggjandi mótmælanna, og Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur. Vísir/Viktor Freyr Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr
Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira