„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. júlí 2024 22:01 Atli Már Jóhannsson, einn skipuleggjandi mótmælanna, og Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur. Vísir/Viktor Freyr Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr
Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent