„Ég hafði í raun engar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 22:27 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði engar áhyggjar þó hans menn væru undir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. vísir / PAWEL „Auðvitað [líður mér] mjög vel, frábærlega. Við eigum líka leik aftur á sunnudaginn þannig að ég var feginn að þetta fór ekki í framlengingu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sætan sigur gegn Tikvesh í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira