Uppgjörið: Breiðablik - KR 4-2 | Vesældarlegir Vesturbæingar Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 21:10 Benjamin Stokke kom flottur inn af bekknum og skoraði tvö. Vísir/HAG Breiðablik vann 4-2 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsbúar eru þá þremur stigum frá toppliði Víkings í Bestu deild karla. KR er þremur stigum frá botni deildarinnar. Bæði lið voru að leita fyrsta deildarsigursins um hríð. Breiðablik hafði ekki unnið í mánuð, síðan 19. júní en bið KR tvöfalt lengri, ekki fagnað sigri síðan 20. maí. Luke Rae skoraði bæði mörk KR.Vísir/HAG Blikar mættu með nánast óbreytt lið frá Evrópusigri vikunnar en Kristófer Ingi Kristinsson byrjaði uppi á topp eftir að hafa tryggt sigurinn þar. KR-ingar mættu með skringilega samsett lið til leiks. KR var án Alex Þórs Haukssonar og Atla Sigurjónssonar sem voru báðir í banni og auk þess töluvert um meiðsli. Tveir leikmenn 2. flokks voru í varnarlínunni og þeir Eyþór Aron Wöhler og Theódór Elmar Bjarnason vængbakverðir. Varnarleikur KR var ekki merkilegur frekar en hann hefur verið í sumar. Liðið ekki enn haldið hreinu í deildinni og það varð sannarlega ekki breyting á því í dag. Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í kvöld.Vísir/HAG Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir um miðjan fyrri hálfleik og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tíu mínútum síðar áður en Benjamin Stokke breytti stöðunni í 3-0 á 42. mínútu. Luke Rae skoraði algjörlega upp úr þurru beint í kjölfarið til að veita KR vonarneista. Sá var slökktur á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þegar Stokke skoraði annað skallamark sitt í leiknum. Blikar voru liggur við á hálfu gasi en þurftu hreinlega ekki að hafa meira fyrir hlutunum gegn KR-liði sem er í miklum vandræðum. Það var ekki varnarmönnum KR að þakka að Blikar unnu þetta hreinlega ekki 10-2. Blikar fagna einu fjögurra marka sinna.Vísir/HAG Þónokkur dauðafæri höfðu farið í súginn þegar Luke Rae skoraði öðru sinni en það dugði vesældarlegum Vesturbæingum skammt. Blikar virkuðu værukærir síðasta hálftímann en það hafði hreinlega engin áhrif. KR-ingar voru aldrei líklegir til að færa sér það í nyt. 4-2 úrslit leiksins. Blikar eru nú þremur stigum frá toppliði Víkings en KR-ingar þurfa hreinlega að búa sig undir fallbaráttu. Átta leikir í röð án sigurs og þrjú stig niður í botnsætið. Stjörnur og skúrkar Pjakkarnir í varnarlínu KR voru í vandræðum enn á ný. Rúrik Gunnarsson og Jón Arnar Sigurðsson áttu báðir erfiðan dag, sem og Axel Óskar. Eyþóri Wöhler var ekki mikill greiði gerður að spila sem vængbakvörður og hann átti einkar dapran dag. Höskuldur Gunnlaugsson er áfram einn besti leikmaður landsins. Var góður, skoraði og lagði upp. Stokke kom ferskur inn og setti tvö skallamörk. Atvik leiksins Eftir að Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta markið var alveg ljóst í hvað stefndi. Þar með dó von sjálfstraustslítilla KR-inga. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson átti flottan dag. Lét leikinn fljóta vel og ekkert vesen. Stemning og umgjörð Ágætlega mætt miðað við árstíma. KR-ingar létu aðeins í sér heyra í stúkunni í upphafi en það fjaraði út eftir fyrsta mark Blika. Stuðningsmenn Blika með sínar trommur voru hressir. Höskuldur: Bara áfram gakk Stefán Árni og Höskuldur berjast.Vísir/HAG „Þetta var bara skemmtilegur leikur. Nóg af færum og örugglega hátt xG. Bara flott, við tökum því að taka KR 4-2 alla daga,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, eftir leik. Hann segir þá grænklæddu hæglega hafa getað klárað leikinn fyrr. Enda voru færin býsna mörg. „Ekki spurning. Auðvitað hefði verið þægilegra að gera út um þetta með því að nýta þessi dauðafæri. Það er bara áfram gakk. Flottur sigur á milli Evrópuleikja sem er hægara sagt en gert,“ „Ég talaði um það fyrir leik að nýta þetta til að kickstarta okkur aftur í gang eftir nokkuð daprar frammistöður. Það finnst mér hafa tekist af stærstu leyti í dag,“ segir Höskuldur. Blikar búa sig nú undir leik við Drita frá Kósóvó í Sambandsdeildinni á fimmtudag. „Þetta er langskemmtilegast við sumrin, gefur krydd og stemningu að brjóta þetta upp,“ segir Höskuldur. Pálmi Rafn: Eigum ekki að vera þarna Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, er meðvitaður um alvarlega stöðu vestur í bæ.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Aftur finnst mér við góðir á milli vítateiga. En við erum ekki nógu góðir að verja markið okkar. Það verður okkur að falli þessa dagana,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir leik. Athygli vakti að Pálmi gerði ekki eina skiptingu í leiknum þrátt fyrir stöðuna. „Ég gat alveg skipt inn á en fram á síðustu mínútu vonaðist ég eftir einu marki og koma þessu upp í smá kaos í lokin. Ég treysti þeim sem voru inni á vellinum til þess og oft á tíðum vorum við nálægt því. Við náðum ekki þessu þriðja marki. Ef við þurfum að skora 4-5 mörk í leik til að vinna eða ná í stig verður það mjög erfitt,“ segir Pálmi Rafn. Hann er meðvitaður um slæma stöðu Vesturbæinga. „Illa. Auðvitað líst mér ekki vel á þetta. Við erum í botnbaráttu. Við erum KR og eigum ekki að vera þarna. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu,“ „Það er enginn með okkur í liði nema KR fjölskyldan. Við þurfum að berjast saman í gegnum þetta.“ Besta deild karla Breiðablik KR
Breiðablik vann 4-2 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsbúar eru þá þremur stigum frá toppliði Víkings í Bestu deild karla. KR er þremur stigum frá botni deildarinnar. Bæði lið voru að leita fyrsta deildarsigursins um hríð. Breiðablik hafði ekki unnið í mánuð, síðan 19. júní en bið KR tvöfalt lengri, ekki fagnað sigri síðan 20. maí. Luke Rae skoraði bæði mörk KR.Vísir/HAG Blikar mættu með nánast óbreytt lið frá Evrópusigri vikunnar en Kristófer Ingi Kristinsson byrjaði uppi á topp eftir að hafa tryggt sigurinn þar. KR-ingar mættu með skringilega samsett lið til leiks. KR var án Alex Þórs Haukssonar og Atla Sigurjónssonar sem voru báðir í banni og auk þess töluvert um meiðsli. Tveir leikmenn 2. flokks voru í varnarlínunni og þeir Eyþór Aron Wöhler og Theódór Elmar Bjarnason vængbakverðir. Varnarleikur KR var ekki merkilegur frekar en hann hefur verið í sumar. Liðið ekki enn haldið hreinu í deildinni og það varð sannarlega ekki breyting á því í dag. Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í kvöld.Vísir/HAG Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir um miðjan fyrri hálfleik og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tíu mínútum síðar áður en Benjamin Stokke breytti stöðunni í 3-0 á 42. mínútu. Luke Rae skoraði algjörlega upp úr þurru beint í kjölfarið til að veita KR vonarneista. Sá var slökktur á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þegar Stokke skoraði annað skallamark sitt í leiknum. Blikar voru liggur við á hálfu gasi en þurftu hreinlega ekki að hafa meira fyrir hlutunum gegn KR-liði sem er í miklum vandræðum. Það var ekki varnarmönnum KR að þakka að Blikar unnu þetta hreinlega ekki 10-2. Blikar fagna einu fjögurra marka sinna.Vísir/HAG Þónokkur dauðafæri höfðu farið í súginn þegar Luke Rae skoraði öðru sinni en það dugði vesældarlegum Vesturbæingum skammt. Blikar virkuðu værukærir síðasta hálftímann en það hafði hreinlega engin áhrif. KR-ingar voru aldrei líklegir til að færa sér það í nyt. 4-2 úrslit leiksins. Blikar eru nú þremur stigum frá toppliði Víkings en KR-ingar þurfa hreinlega að búa sig undir fallbaráttu. Átta leikir í röð án sigurs og þrjú stig niður í botnsætið. Stjörnur og skúrkar Pjakkarnir í varnarlínu KR voru í vandræðum enn á ný. Rúrik Gunnarsson og Jón Arnar Sigurðsson áttu báðir erfiðan dag, sem og Axel Óskar. Eyþóri Wöhler var ekki mikill greiði gerður að spila sem vængbakvörður og hann átti einkar dapran dag. Höskuldur Gunnlaugsson er áfram einn besti leikmaður landsins. Var góður, skoraði og lagði upp. Stokke kom ferskur inn og setti tvö skallamörk. Atvik leiksins Eftir að Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta markið var alveg ljóst í hvað stefndi. Þar með dó von sjálfstraustslítilla KR-inga. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson átti flottan dag. Lét leikinn fljóta vel og ekkert vesen. Stemning og umgjörð Ágætlega mætt miðað við árstíma. KR-ingar létu aðeins í sér heyra í stúkunni í upphafi en það fjaraði út eftir fyrsta mark Blika. Stuðningsmenn Blika með sínar trommur voru hressir. Höskuldur: Bara áfram gakk Stefán Árni og Höskuldur berjast.Vísir/HAG „Þetta var bara skemmtilegur leikur. Nóg af færum og örugglega hátt xG. Bara flott, við tökum því að taka KR 4-2 alla daga,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, eftir leik. Hann segir þá grænklæddu hæglega hafa getað klárað leikinn fyrr. Enda voru færin býsna mörg. „Ekki spurning. Auðvitað hefði verið þægilegra að gera út um þetta með því að nýta þessi dauðafæri. Það er bara áfram gakk. Flottur sigur á milli Evrópuleikja sem er hægara sagt en gert,“ „Ég talaði um það fyrir leik að nýta þetta til að kickstarta okkur aftur í gang eftir nokkuð daprar frammistöður. Það finnst mér hafa tekist af stærstu leyti í dag,“ segir Höskuldur. Blikar búa sig nú undir leik við Drita frá Kósóvó í Sambandsdeildinni á fimmtudag. „Þetta er langskemmtilegast við sumrin, gefur krydd og stemningu að brjóta þetta upp,“ segir Höskuldur. Pálmi Rafn: Eigum ekki að vera þarna Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, er meðvitaður um alvarlega stöðu vestur í bæ.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Aftur finnst mér við góðir á milli vítateiga. En við erum ekki nógu góðir að verja markið okkar. Það verður okkur að falli þessa dagana,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir leik. Athygli vakti að Pálmi gerði ekki eina skiptingu í leiknum þrátt fyrir stöðuna. „Ég gat alveg skipt inn á en fram á síðustu mínútu vonaðist ég eftir einu marki og koma þessu upp í smá kaos í lokin. Ég treysti þeim sem voru inni á vellinum til þess og oft á tíðum vorum við nálægt því. Við náðum ekki þessu þriðja marki. Ef við þurfum að skora 4-5 mörk í leik til að vinna eða ná í stig verður það mjög erfitt,“ segir Pálmi Rafn. Hann er meðvitaður um slæma stöðu Vesturbæinga. „Illa. Auðvitað líst mér ekki vel á þetta. Við erum í botnbaráttu. Við erum KR og eigum ekki að vera þarna. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu,“ „Það er enginn með okkur í liði nema KR fjölskyldan. Við þurfum að berjast saman í gegnum þetta.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti