Fyrrverandi þingkona skotin til bana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 12:34 Iryna var einnig prófessor í málvísindadeild Lvív-háskóla. Getty/Anastasiia Smolienko Fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu var skotinn til bana á götum Lvív-borgar í gær. Lögregla leitar að banamanninum en hann er enn ófundinn. Írína Farion var úkraínskur þingmaður sem barðist ötullega fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi. Hún sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Málsamfélagið í Úkraínu er um margt sérstakt þar sem stór hluti Úkraínumanna hafa rússnesku að móðurmáli eða bæði úkraínsku og rússnesku nokkurn veginn jöfnum höndum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann fylgist vel með leitinni og fordæmir árásina. Írína var málvísindakona og hlaut sæti á þingi árið 2012. Hún hafði einnig setið í héraðsþingi Lvív. Hún vakti mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir úkraínskri tungu og að úthúða embættismönnum sem notuðu rússnesku við að framkvæma embættisverk. Árið 2018 þegar stríð hófst við rússneska aðskilnaðarsinna í Donbas-héraði lét hún til dæmis þau ummæli falla að það ætti að „kýla hvern einasta rússneskumælandi mann í kjálkann.“ Andriy Sadovyi borgarstjóri Lvív greindi frá því á Telegram að Farion hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. „Ég hef oft sagt að það sé enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Írína Farion var úkraínskur þingmaður sem barðist ötullega fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi. Hún sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Málsamfélagið í Úkraínu er um margt sérstakt þar sem stór hluti Úkraínumanna hafa rússnesku að móðurmáli eða bæði úkraínsku og rússnesku nokkurn veginn jöfnum höndum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann fylgist vel með leitinni og fordæmir árásina. Írína var málvísindakona og hlaut sæti á þingi árið 2012. Hún hafði einnig setið í héraðsþingi Lvív. Hún vakti mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir úkraínskri tungu og að úthúða embættismönnum sem notuðu rússnesku við að framkvæma embættisverk. Árið 2018 þegar stríð hófst við rússneska aðskilnaðarsinna í Donbas-héraði lét hún til dæmis þau ummæli falla að það ætti að „kýla hvern einasta rússneskumælandi mann í kjálkann.“ Andriy Sadovyi borgarstjóri Lvív greindi frá því á Telegram að Farion hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. „Ég hef oft sagt að það sé enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira