Segir Rangnick hafa haft rétt fyrir sér varðandi vandamál Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 23:30 Erik Ten Hag er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Man United. Matthew Peters/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, verður seint sakaður um að vera annað en hreinskilinn. Hann hefur nú opinberað að Ralf Rangnick, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi haft rétt fyrir sér varðandi vandamál félagsins. Rangnick var ráðinn tímabundið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara. Rangnick hafði verið þekktari fyrir störf sín sem yfirmaður knattspyrnumála og náði ekki að láta liðið sýna sínar bestu hliðar inn á vellinum. Hann greindi hins vegar hvað var að utan vallar og virtist hitta naglann á höfuðið að mati Ten Hag. Gekk Rangnick svo langt að segja að félagið þyrfti að fara í „skurðaðgerð á hjarta“ þar sem smávægilegar lagfæringar hér og þar væru ekki nóg. „Rangnick hafði rétt fyrir sér. Við höfum lagt mikið á okkur undanfarin tvö ár en það sem hann sagði var 100 prósent rétt. Þetta er erfið og flókin aðgerð. Ég vissi þegar ég byrjaði að þetta yrði erfitt,“ sagði Ten Hag í viðtali við hollenska dagblaðið AD Sportwereld. „Standardinn þarf að vera mun hærri, við þurfum að horfa meira fram á við,“ sagði Ten Hag jafnframt um spilamennsku liðsins. Man United lagði Rangers 2-0 í dag með mörkum frá Amad Diallo og Joe Hugill. Ten Hag var sáttur með sigurinn og segist sáttur með þá leikmenn sem félagið hefur fengið til sín, þá Joshua Zirkzee og Leny Yoro en sá síðarnefndi spilaði einkar vel í dag. Þá staðfesti þjálfarinn að hann væri aðdáandi miðvarðarins Mathijs De Ligt, miðvarðar Hollands og Bayern München, en hann væri ekki viss hvort De Ligt myndi ganga í raðir félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Rangnick var ráðinn tímabundið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara. Rangnick hafði verið þekktari fyrir störf sín sem yfirmaður knattspyrnumála og náði ekki að láta liðið sýna sínar bestu hliðar inn á vellinum. Hann greindi hins vegar hvað var að utan vallar og virtist hitta naglann á höfuðið að mati Ten Hag. Gekk Rangnick svo langt að segja að félagið þyrfti að fara í „skurðaðgerð á hjarta“ þar sem smávægilegar lagfæringar hér og þar væru ekki nóg. „Rangnick hafði rétt fyrir sér. Við höfum lagt mikið á okkur undanfarin tvö ár en það sem hann sagði var 100 prósent rétt. Þetta er erfið og flókin aðgerð. Ég vissi þegar ég byrjaði að þetta yrði erfitt,“ sagði Ten Hag í viðtali við hollenska dagblaðið AD Sportwereld. „Standardinn þarf að vera mun hærri, við þurfum að horfa meira fram á við,“ sagði Ten Hag jafnframt um spilamennsku liðsins. Man United lagði Rangers 2-0 í dag með mörkum frá Amad Diallo og Joe Hugill. Ten Hag var sáttur með sigurinn og segist sáttur með þá leikmenn sem félagið hefur fengið til sín, þá Joshua Zirkzee og Leny Yoro en sá síðarnefndi spilaði einkar vel í dag. Þá staðfesti þjálfarinn að hann væri aðdáandi miðvarðarins Mathijs De Ligt, miðvarðar Hollands og Bayern München, en hann væri ekki viss hvort De Ligt myndi ganga í raðir félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira