Sýður á Elmari: „Þetta er súrrealískt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 21:25 Theódór Elmar Bjarnason í baráttunni við Andra Rafn Yeoman í kvöld. Vísir/HAG Theódór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var eðlilega óánægður eftir 4-2 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Grafalvarleg staða er uppi í Vesturbæ. „Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“ Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira