Leikur flautaður af í Noregi: Hundrað fiskibollum hent inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 07:30 Fiskibollurnar voru út um allan völl á Lerkendal leikvanginum í gær. Skjámynd/Verdens Gang Dómari leiks Rosenborg og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta tók þá ákvörðun að flauta leikinn af í gær eftir að áhorfendur hættu ekki að henda hlutum inn á leikvöllinn. Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024 Norski boltinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024
Norski boltinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira