Leikur flautaður af í Noregi: Hundrað fiskibollum hent inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 07:30 Fiskibollurnar voru út um allan völl á Lerkendal leikvanginum í gær. Skjámynd/Verdens Gang Dómari leiks Rosenborg og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta tók þá ákvörðun að flauta leikinn af í gær eftir að áhorfendur hættu ekki að henda hlutum inn á leikvöllinn. Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024 Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira