Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 10:15 Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáldið, biðlar til Lilju persónulega; að láta sig málið varða því hér er mikið undir. vísir/fb/Vilhelm Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“ Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“
Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01
Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01
„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30