Neytendur

Ó­dýrara að velja er­lenda gjald­miðilinn í posum er­lendis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það getur skipt máli hvernig hraðbanka maður notar segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson.
Það getur skipt máli hvernig hraðbanka maður notar segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson. Getty/Artur Widak

Stundum hefur verið sagt að íslenskt samfélag liggi svo til niðri í júlí þegar þorri landsmanna fer í sumarfrí, leggur land undir fót eða ferðast til útlanda í heitara loftslag.

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi er duglegur að veita fylgjendum sínum á Instagram ráð um ýmislegt sem við kemur peninga og fjárhagslegt öryggi á ferðalögum.

Björn veitir fimm ráð um notkun peninga á ferðalögum.

  1. Þegar beðið er að velja um gjaldmiðil á posa skaltu ekki velja krónuna heldur gjaldmiðil þess lands. 
  2. Farðu helst í hraðbanka inn í eða utan á útibúi stóra banka. Frekar en að nota hraðbankavélar hér og þar.
  3. Berðu saman kostnað og gengi sem þú færð á greiðslukorti. Sum kort henta betur á ferðalögum en önnur.
  4. Það getur verið öruggara að greiða með símanum eða úri en að nota kortin sjálfur.
  5. Með því að nota reiðufé frekar en kort og prútta gætir þú haldið aftur af neyslu og sparað.

Þá veitir Björn sömuleiðis ráð um fjárhagslegt öryggi á ferðalögum. Þau má sjá hér að neðan.

Fleiri ráðleggingar má sjá á Instagram-síðu Björns Berg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×