Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 20:01 Í tengslum við sóttvarnaraðgerðir var skólum lokað um tíma á tímum kórónuveirufaraldursins. Mynd úr safni. Vísir Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“ Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“
Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira