Ákærður Barton segir Bretland verðandi bananalýðveldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2024 07:00 Verið án starfs síðan í október á síðasta ári. Matthew Ashton/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Joey Barton heldur áfram að fara hamförum á samfélagsmiðlum. Nú eftir að hann var ákærður vegna ummæla um fjölmiðla- og fyrrverandi landsliðskonunnar Eni Aluko. Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira