„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 12:20 Brynhildur er reið og segist upplifa hatursfullt viðmót starfsfólks í sinn garð. Vísir/Samsett Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira