Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2024 20:07 Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem elska það að vera í Þjórsárdal í góðu veðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé. Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira