„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 21:47 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen leggja á ráðin við hliðarlínuna. vísir / ernir Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. „Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
„Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð