Dæmi um fimmtíu prósenta hækkun á matvöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 12:11 Neytendur eru farnir að finna fyrir hækkun á matarverði hér á landi. Vísir/Vilhelm Verðlag á matvöru hefur tekið að hækka hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ. Mest verðhækkun er í Kjörbúðinni og Nettó þar sem verð á grænum baunum hækkar um 30 prósent. Þá rýkur sellerí upp í verði hjá Krónunni. Hækkanirnar eru mestar í verslunum Samkaupa; Kjörbúðinni, Nettó og Krambúðinni. Verðlag lækkar í Heimkaupum, einni verslana. Aðrar verslanir eru á svipuðu róli og í fyrri mánuðum. Margt hækkar mikið Hækkanir mánaðarins ná yfir marga vöruflokka. Í fyrri mánuðum hefur verð á súkkulaði til dæmis hækkað sérlega mikið, en nú er hækkunin komin inn í aðalréttinn - ferskvöru, niðursoðið grænmeti og þvíumlíkt. Til dæmis má nefna: Bonduelle grænar baunir hafa hækkað um 30% í Nettó, úr 299 í 389kr. Þær hækka um 20% í Krónunni. Bonduelle smágulrætur hækka um 29% og belgbaunir um 20% í Nettó. Ora grænar baunir hækka um 12% í Nettó en um 2,6% í Bónus og Krónunni. Frá maí hafa Ora sneiddir sveppir í dós hækkað um 12% í Nettó, 14% í Krambúðinni og 20% í Kjörbúðinni. Pottagaldra karrý hækkar um 5,7% í Nettó og um 4,2% í Bónus og Krónunni. Pottagaldra kúmín hækkar um 12% í Krónunni, 10% í Hagkaup og 6,4% í Nettó. Sellerí hækkar um 54% í Krónunni, 23% í Hagkaup og 9,1% í Nettó. Bökunarkartöflur hækka um 20% í Krónunni. Pfanner ACE safi hækkar um 33-5% í Kjörbúðinni, Krambúðinni og Nettó, 4,2% í Bónus og 3,6% í Hagkaup. G-mjólk, lítil ferna, hækkar um 9,6% í Kjörbúðinni og 5,9% í Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. MS Nýmjólk hækkar um 1% í Kjörbúðinni og Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. Vörur frá Freyju hafa einnig hækkað milli mánaða, og feta þar í spor annarra súkkulaðiframleiðenda. Eins og verðagseftirlitið greindi frá í lok mars höfðu Nói Síríus og Góa-Linda þá hækkað verð sín en Freyja ekki. Nú hafa vörur Freyju hækkað líka, til dæmis hækkar verð súkkulaðiplötu með Djúpum um 16% í Nettó, 14% í Krónunni og 11% í Hagkaup. Stór Freyju Rís hækkar um 22% í Bónus, 21% í Krónunni, 20% í Nettó og 11% í Hagkaup. Frá undirritun kjarasamninga Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 1,45% frá undirritun kjarasamninga, sem jafngildir 4,0% á ársgrundvelli. Um helmingur hækkunarinnar hefur orðið á undanförnum vikum og skorðast kippurinn að miklu leyti við verslanir Samkaupa. Þegar stærstu fjórar verslanir landsins eru skoðaðar sést að hækkunartaktur verðlags í Bónus, Krónunni og Hagkaup hefur verið á bilinu 0-0,6% á mánuði, og sama gilti um Nettó þar til nú. Þegar fleiri verslanir eru skoðaðar má sjá eftirfarandi mynstur; verðlag í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hefur hækkað hraðast undanfarnar vikur, en það hefur lækkað í Heimkaupum. Aðrar búðir eru á svipuðu róli og undanfarna mánuði. Á grafinu eru verslanir Samkaupa merktar með bláu, Heimkaup með rauðu og aðrar með svörtu. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðuð meðalverð sérhverrar vöru yfir mánuðinn (eða 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga) og borin saman við meðalverð mánuðarins á undan. Breytingar eru svo vegnar útfrá mikilvægi vöruflokka. Fjöldi samanburða í hverjum mánuði er um eða yfir 20.000 vörutegundir. Kjaramál Verðlag Matvöruverslun Verslun Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Hækkanirnar eru mestar í verslunum Samkaupa; Kjörbúðinni, Nettó og Krambúðinni. Verðlag lækkar í Heimkaupum, einni verslana. Aðrar verslanir eru á svipuðu róli og í fyrri mánuðum. Margt hækkar mikið Hækkanir mánaðarins ná yfir marga vöruflokka. Í fyrri mánuðum hefur verð á súkkulaði til dæmis hækkað sérlega mikið, en nú er hækkunin komin inn í aðalréttinn - ferskvöru, niðursoðið grænmeti og þvíumlíkt. Til dæmis má nefna: Bonduelle grænar baunir hafa hækkað um 30% í Nettó, úr 299 í 389kr. Þær hækka um 20% í Krónunni. Bonduelle smágulrætur hækka um 29% og belgbaunir um 20% í Nettó. Ora grænar baunir hækka um 12% í Nettó en um 2,6% í Bónus og Krónunni. Frá maí hafa Ora sneiddir sveppir í dós hækkað um 12% í Nettó, 14% í Krambúðinni og 20% í Kjörbúðinni. Pottagaldra karrý hækkar um 5,7% í Nettó og um 4,2% í Bónus og Krónunni. Pottagaldra kúmín hækkar um 12% í Krónunni, 10% í Hagkaup og 6,4% í Nettó. Sellerí hækkar um 54% í Krónunni, 23% í Hagkaup og 9,1% í Nettó. Bökunarkartöflur hækka um 20% í Krónunni. Pfanner ACE safi hækkar um 33-5% í Kjörbúðinni, Krambúðinni og Nettó, 4,2% í Bónus og 3,6% í Hagkaup. G-mjólk, lítil ferna, hækkar um 9,6% í Kjörbúðinni og 5,9% í Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. MS Nýmjólk hækkar um 1% í Kjörbúðinni og Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. Vörur frá Freyju hafa einnig hækkað milli mánaða, og feta þar í spor annarra súkkulaðiframleiðenda. Eins og verðagseftirlitið greindi frá í lok mars höfðu Nói Síríus og Góa-Linda þá hækkað verð sín en Freyja ekki. Nú hafa vörur Freyju hækkað líka, til dæmis hækkar verð súkkulaðiplötu með Djúpum um 16% í Nettó, 14% í Krónunni og 11% í Hagkaup. Stór Freyju Rís hækkar um 22% í Bónus, 21% í Krónunni, 20% í Nettó og 11% í Hagkaup. Frá undirritun kjarasamninga Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 1,45% frá undirritun kjarasamninga, sem jafngildir 4,0% á ársgrundvelli. Um helmingur hækkunarinnar hefur orðið á undanförnum vikum og skorðast kippurinn að miklu leyti við verslanir Samkaupa. Þegar stærstu fjórar verslanir landsins eru skoðaðar sést að hækkunartaktur verðlags í Bónus, Krónunni og Hagkaup hefur verið á bilinu 0-0,6% á mánuði, og sama gilti um Nettó þar til nú. Þegar fleiri verslanir eru skoðaðar má sjá eftirfarandi mynstur; verðlag í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hefur hækkað hraðast undanfarnar vikur, en það hefur lækkað í Heimkaupum. Aðrar búðir eru á svipuðu róli og undanfarna mánuði. Á grafinu eru verslanir Samkaupa merktar með bláu, Heimkaup með rauðu og aðrar með svörtu. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðuð meðalverð sérhverrar vöru yfir mánuðinn (eða 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga) og borin saman við meðalverð mánuðarins á undan. Breytingar eru svo vegnar útfrá mikilvægi vöruflokka. Fjöldi samanburða í hverjum mánuði er um eða yfir 20.000 vörutegundir.
Kjaramál Verðlag Matvöruverslun Verslun Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira