Færeyingar vissulega til fyrirmyndar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2024 10:01 Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun