Við ræðum við stjórnsýslufræðing í beinni útsendingu í myndveri um bílakaup Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta, og sérstakan gestalista á innsetningarathöfn Höllu.
Verðlag í matvöruverslunum heldur áfram að hækka hér á landi og hefur nú hækkað um 9,2 prósent á ársgrundvelli. Neytendur sem gáfu sig á tal við fréttastofu segjast þurfa að hugsa um hverja krónu og að það komi lítið á óvart að ferðamenn veigri sér við að koma til landsins.
Þá fjöllum við um ólöglegar veðmálasíður, sýnum frá umfangsmiklum gróðureldum í Kanada og sjáum bálhýsi sem er í byggingu á Borg í Grímsnesi.