Fullkomið gagnsæi mikilvægt, greiði fyrir greiða ekki við hæfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2024 12:22 Henry Alexander Henrysson sérfræðingur í siðfræði og heimspekingur segir afar mikilvægt að gagnsæi ríki um hvaða kjör tilvonandi forseti naut við bílakaup hjá Brimborg. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta Íslands. Halla Tómasdóttir segist hafa notið staðgreiðsluafsláttar við kaupin en Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar kveðst hafa boðið kjör sem aðrir kaupendur sem uppfylli sömu skilyrði njóti. Vísir/Berghildur Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar hins vegar afsláttinn skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta Íslands. Bifreiðakaup verðandi forsetahjóna, hafa fengið mikla athygli eftir að bílaumboðið Brimborg auglýsti fyrir nokkrum dögum kaup þeirra í Facebook-færslu með mynd af þeim hjónum við bílinn sem þau keyptu. Myndin hefur verið fjarlægð og Halla Tómasdóttir hefur tilkynnt að hún hafi verið birt í leyfisleysi.Þá kom fram í tilkynningu hennar að þau hjón hefðu ekki notið neinna sérkjara við kaupin heldur fengið staðgreiðsluafslátt. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar sendi svo frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni, misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Þar kemur enn fremur fram að tilvonandi forsetahjón hafi notið kjara í samræmi við það sem aðrir kaupendur fái sem uppfylli sömu skilyrði. Engin svör borist um hversu mikinn afslátt verðandi forsetahjón fengu Fréttastofa sendi í morgun fyrirspurn á Höllu Tómasdóttur og forstjóra Brimborgar um hversu mikill afslátturinn hafi verið en nú rétt fyrir hádegi höfðu ekki borist svör við því. Í sjónvarpsfréttum RÚV í gær var hins vegar rætt við sölumann hjá Brimborg sem tjáði fréttamanni þar að tilvonandi forsetahjón hafi fengið svokölluð skyldmennakjör. Egill sagði hins vegar í samtali við MBL í gær að hann væri aðeins kunningi hjónanna þó svo að hann hefði þekkt þau í mörg ár. Hann er þó á meðal hundrað útvalinna sem Halla býður á innsetningarathöfn í næstu viku þar sem hún tekur við forsetaembættinu. Nú þurfi fullkomið gagnsæi Henry Alexander Henrysson heimspekingur og sérfræðingur í siðfræði segir málið varða almenning. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að málið hafi hlotið þessi viðbrögð í samfélaginu. Í fyrsta lagi þá var í upphafi misræmi í skýringum verðandi forseta og forstjóra Brimborgar. Vissulega hafa komið útskýringar síðan en það er spurning hvort þær duga. Ég held að það sé þörf á því núna að það verði fullkomið gagnsæi í sambandi við þessi bílakaup þetta verður ekkert leyst öðruvísi. Grunur um sérkjör ganga ekki,“ segir Henry. Hin ástæðan sé að málið veki athygli á því hvort það þurfi að skrá siðareglur fyrir embættið. „Þetta er búið að vekja upp spurningar um forsetaembættið og hvort skrá þurfi niður siðareglur.Það má ekki gleymast að það þarf að gæta sín í þessu embætti og ein stærsta óskráða reglan er að greiði fyrir greiða er ekki við hæfi í þessu embætti,“ segir Henry. Greiddi um 7,3 milljónir Halla Tómasdóttir svaraði fréttastofu um verð bílsins í hádeginu en hins vegar kom ekki fram hversu mikinn afslátt hún og eiginmaður hennar fengu. Í svari hennar kemur fram að þau hjón greiddu alls sjö milljónir tvöhundruð og áttatíu þúsund krónur fyrir bílinn. Svar Höllu Tómasdóttur „Ég ítreka ákvörðun mína um að koma ekki í viðtöl fyrr en eftir að ég tek við og hvað þetta mál varðar er það full útskýrt bæði af minni hálfu og af hálfu Brimborgar. Hvað verð bílsins varðar þá greiddum við 7.280m fyrir hann.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Bifreiðakaup verðandi forsetahjóna, hafa fengið mikla athygli eftir að bílaumboðið Brimborg auglýsti fyrir nokkrum dögum kaup þeirra í Facebook-færslu með mynd af þeim hjónum við bílinn sem þau keyptu. Myndin hefur verið fjarlægð og Halla Tómasdóttir hefur tilkynnt að hún hafi verið birt í leyfisleysi.Þá kom fram í tilkynningu hennar að þau hjón hefðu ekki notið neinna sérkjara við kaupin heldur fengið staðgreiðsluafslátt. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar sendi svo frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni, misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Þar kemur enn fremur fram að tilvonandi forsetahjón hafi notið kjara í samræmi við það sem aðrir kaupendur fái sem uppfylli sömu skilyrði. Engin svör borist um hversu mikinn afslátt verðandi forsetahjón fengu Fréttastofa sendi í morgun fyrirspurn á Höllu Tómasdóttur og forstjóra Brimborgar um hversu mikill afslátturinn hafi verið en nú rétt fyrir hádegi höfðu ekki borist svör við því. Í sjónvarpsfréttum RÚV í gær var hins vegar rætt við sölumann hjá Brimborg sem tjáði fréttamanni þar að tilvonandi forsetahjón hafi fengið svokölluð skyldmennakjör. Egill sagði hins vegar í samtali við MBL í gær að hann væri aðeins kunningi hjónanna þó svo að hann hefði þekkt þau í mörg ár. Hann er þó á meðal hundrað útvalinna sem Halla býður á innsetningarathöfn í næstu viku þar sem hún tekur við forsetaembættinu. Nú þurfi fullkomið gagnsæi Henry Alexander Henrysson heimspekingur og sérfræðingur í siðfræði segir málið varða almenning. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að málið hafi hlotið þessi viðbrögð í samfélaginu. Í fyrsta lagi þá var í upphafi misræmi í skýringum verðandi forseta og forstjóra Brimborgar. Vissulega hafa komið útskýringar síðan en það er spurning hvort þær duga. Ég held að það sé þörf á því núna að það verði fullkomið gagnsæi í sambandi við þessi bílakaup þetta verður ekkert leyst öðruvísi. Grunur um sérkjör ganga ekki,“ segir Henry. Hin ástæðan sé að málið veki athygli á því hvort það þurfi að skrá siðareglur fyrir embættið. „Þetta er búið að vekja upp spurningar um forsetaembættið og hvort skrá þurfi niður siðareglur.Það má ekki gleymast að það þarf að gæta sín í þessu embætti og ein stærsta óskráða reglan er að greiði fyrir greiða er ekki við hæfi í þessu embætti,“ segir Henry. Greiddi um 7,3 milljónir Halla Tómasdóttir svaraði fréttastofu um verð bílsins í hádeginu en hins vegar kom ekki fram hversu mikinn afslátt hún og eiginmaður hennar fengu. Í svari hennar kemur fram að þau hjón greiddu alls sjö milljónir tvöhundruð og áttatíu þúsund krónur fyrir bílinn. Svar Höllu Tómasdóttur „Ég ítreka ákvörðun mína um að koma ekki í viðtöl fyrr en eftir að ég tek við og hvað þetta mál varðar er það full útskýrt bæði af minni hálfu og af hálfu Brimborgar. Hvað verð bílsins varðar þá greiddum við 7.280m fyrir hann.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira