Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 21:05 Bandaríkin fóru illa með Þjóðverja í kvöld. Daniela Porcelli/ISI Photos/Getty Images Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira