Myndum greiða miklu meira Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Fyrir vikið var afar athyglisvert að lesa grein Gauta Kristmannssonar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hann dró upp afar dökka mynd af framtíð Reykjanesskagans og vildi meina að við slíkar aðstæður kæmi sér vel að vera innan Evrópusambandsins til þess að komast í sjóði þess. Veruleikinn er hins vegar sá sem fyrr segir að við værum alltaf að greiða meira í sjóði sambandsins en það sem við gætum mögulega fengið úr þeim. Viðvarandi fjöldaatvinnuleysi Fleira varð Gauta að yrkisefni. Til að mynda gaf hann ekkert fyrir það að sjálfstæður gjaldmiðill væri ávísun á minna atvinnuleysi. Fjölmargir hefðu þannig misst vinnuna í kjölfar bankahrunsins 2008 og ófáir leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Vissulega rétt þó það ástand hafi aðeins varað tímabundið. Miklu fleiri hafa hins vegar komið hingað til lands til vinnu á liðnum árum. Einkum frá Evrópusambandinu. Meðalatvinnuleysi á ársgrundvelli fór mest í 8,3% í kjölfar bankahrunsins. Árlegt meðalatvinnuleysi hefur verið um 4,3% hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en um 10% á evrusvæðinu. Jafnvel á uppgangstímum hefur atvinnuleysi þar verið mun meira en hérlendis. Þá er atvinnuleysi innan svæðisins iðulega talsvert meira en innan Evrópusambandsins í heild. Það er að viðbættum ríkjum sem ekki nota evruna. Minna árlegt atvinnuleysi varð þannig í kjölfar bankahrunsins en hefur lengst af verið viðvarandi á evrusvæðinu. Sveiflur í hagkerfum hverfa enda ekki við það að festa gengið eins og fælist í upptöku evrunnar heldur koma einfaldlega fram annars staðar og þá yfirleitt í atvinnustiginu. Þá heitir sá stöðugleiki sem sagður er hafa ríkt á evrusvæðinu réttu nafni efnahagsleg stöðnun og þykir ekki beint æskilegur. Hraðbátarnir og olíuskipið Hvað kórónuveirufaraldurinn varðar, sem Gauti kaus að nefna sem dæmi um það að gott væri að vera í sem nánustum tengslum við Evrópusambandið, tók sambandið bæði seint og illa við sér varðandi bólusetningar og eftirleikurinn varð ekki betri. Þetta varð meðal annars til þess að ófá ríki þess, þar á meðal Þýzkaland, gáfust upp á seinaganginum hjá því og fóru að verða sér úti um bóluefni á eigin vegum. Framganga Evrópusambandsins var harðlega gagnrýnd af miklum Evrópusambandssinnum eins og til dæmis Guy Verhofstadt, fyrrverandi forseta þings sambandsins, sem sakaði það meðal annars um að hafa klúðrað samningum við lyfjaframleiðendur. Þannig hefði til að mynda verið fyrir að fara mjög óljósu orðalagi í samningunum varðandi afhendingartíma ólíkt til dæmis samningum Breta. Spurð út í seinagang Evrópusambandsins miðað við ýmis ríki utan þess gaf Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þá skýringu í febrúar 2021 að ákvarðanaferlið innan þess væri flókið og tímafrekt: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen. Með öðrum orðum svifaseint og lengi að bregðast við. Bölsýnistalið kemur ekki á óvart Framganga Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins er ekkert einsdæmi þegar krísuástand hefur skapazt. Þannig hafa viðbrögð sambandsins ítrekað mislukkast með hliðstæðum hætti þegar miklir erfiðleikar hafa knúið dyra á liðnum árum. Hvort sem það hefur verið, fyrir utan kórónuveirufaraldurinn, efnahagskrísan fyrir 15 árum, flóttamannakrísan um miðjan síðasta áratug eða Úkraínustríðið. Hins vegar hefur samruninn innan Evrópusambandsins og forvera þess alla tíð þrifizt á krísum í samræmi við forskrift franska diplómatans Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, um að krísur yrðu drifkraftur hennar. Við þær aðstæður væri hægt að fá fólk til þess að taka ákvarðanir sem það væri annars mótfallið. Bölsýnistal Gauta kemur þannig ekki mjög á óvart. Við þetta bætist síðan til að mynda sá veruleiki að vægi ríkja innan Evrópusambandsins þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar á meðal um sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga afar miklu máli. Með öðrum orðum er auðvitað miklu betra hlutskipti að vera hraðbátur en svo gott sem áhrifalausir farþegar í svifaseinu olíuskipi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Fyrir vikið var afar athyglisvert að lesa grein Gauta Kristmannssonar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hann dró upp afar dökka mynd af framtíð Reykjanesskagans og vildi meina að við slíkar aðstæður kæmi sér vel að vera innan Evrópusambandsins til þess að komast í sjóði þess. Veruleikinn er hins vegar sá sem fyrr segir að við værum alltaf að greiða meira í sjóði sambandsins en það sem við gætum mögulega fengið úr þeim. Viðvarandi fjöldaatvinnuleysi Fleira varð Gauta að yrkisefni. Til að mynda gaf hann ekkert fyrir það að sjálfstæður gjaldmiðill væri ávísun á minna atvinnuleysi. Fjölmargir hefðu þannig misst vinnuna í kjölfar bankahrunsins 2008 og ófáir leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Vissulega rétt þó það ástand hafi aðeins varað tímabundið. Miklu fleiri hafa hins vegar komið hingað til lands til vinnu á liðnum árum. Einkum frá Evrópusambandinu. Meðalatvinnuleysi á ársgrundvelli fór mest í 8,3% í kjölfar bankahrunsins. Árlegt meðalatvinnuleysi hefur verið um 4,3% hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en um 10% á evrusvæðinu. Jafnvel á uppgangstímum hefur atvinnuleysi þar verið mun meira en hérlendis. Þá er atvinnuleysi innan svæðisins iðulega talsvert meira en innan Evrópusambandsins í heild. Það er að viðbættum ríkjum sem ekki nota evruna. Minna árlegt atvinnuleysi varð þannig í kjölfar bankahrunsins en hefur lengst af verið viðvarandi á evrusvæðinu. Sveiflur í hagkerfum hverfa enda ekki við það að festa gengið eins og fælist í upptöku evrunnar heldur koma einfaldlega fram annars staðar og þá yfirleitt í atvinnustiginu. Þá heitir sá stöðugleiki sem sagður er hafa ríkt á evrusvæðinu réttu nafni efnahagsleg stöðnun og þykir ekki beint æskilegur. Hraðbátarnir og olíuskipið Hvað kórónuveirufaraldurinn varðar, sem Gauti kaus að nefna sem dæmi um það að gott væri að vera í sem nánustum tengslum við Evrópusambandið, tók sambandið bæði seint og illa við sér varðandi bólusetningar og eftirleikurinn varð ekki betri. Þetta varð meðal annars til þess að ófá ríki þess, þar á meðal Þýzkaland, gáfust upp á seinaganginum hjá því og fóru að verða sér úti um bóluefni á eigin vegum. Framganga Evrópusambandsins var harðlega gagnrýnd af miklum Evrópusambandssinnum eins og til dæmis Guy Verhofstadt, fyrrverandi forseta þings sambandsins, sem sakaði það meðal annars um að hafa klúðrað samningum við lyfjaframleiðendur. Þannig hefði til að mynda verið fyrir að fara mjög óljósu orðalagi í samningunum varðandi afhendingartíma ólíkt til dæmis samningum Breta. Spurð út í seinagang Evrópusambandsins miðað við ýmis ríki utan þess gaf Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þá skýringu í febrúar 2021 að ákvarðanaferlið innan þess væri flókið og tímafrekt: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen. Með öðrum orðum svifaseint og lengi að bregðast við. Bölsýnistalið kemur ekki á óvart Framganga Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins er ekkert einsdæmi þegar krísuástand hefur skapazt. Þannig hafa viðbrögð sambandsins ítrekað mislukkast með hliðstæðum hætti þegar miklir erfiðleikar hafa knúið dyra á liðnum árum. Hvort sem það hefur verið, fyrir utan kórónuveirufaraldurinn, efnahagskrísan fyrir 15 árum, flóttamannakrísan um miðjan síðasta áratug eða Úkraínustríðið. Hins vegar hefur samruninn innan Evrópusambandsins og forvera þess alla tíð þrifizt á krísum í samræmi við forskrift franska diplómatans Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, um að krísur yrðu drifkraftur hennar. Við þær aðstæður væri hægt að fá fólk til þess að taka ákvarðanir sem það væri annars mótfallið. Bölsýnistal Gauta kemur þannig ekki mjög á óvart. Við þetta bætist síðan til að mynda sá veruleiki að vægi ríkja innan Evrópusambandsins þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar á meðal um sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga afar miklu máli. Með öðrum orðum er auðvitað miklu betra hlutskipti að vera hraðbátur en svo gott sem áhrifalausir farþegar í svifaseinu olíuskipi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar