Innlent

Þrír drengir hand­teknir eftir rúðu­brot og á­tök við lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Drengirnir eru sagðir eiga yfir höfði sér fjölda kæra vegna málsins.
Drengirnir eru sagðir eiga yfir höfði sér fjölda kæra vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna þriggja unglinga sem voru sagðir vera að brjóta rúðu á heimili í Kópavogi.

Um var að ræða þrjá drengi en þeir voru á brott þegar lögreglu bar að.

Drengirnir snéru aftur og brutu aðra rúðu og tókst enn á ný að koma sér á undan en þá barst tilkynning um þá að brjóta rúðu í strætóskýli.

Í það skiptið hafði lögregla uppi á drengjunum og í ljós kom að þeir voru með á sér kúbein, hamar og hníf. 

Þegar til stóð að handtaka strákana réðst einn þeirra á lögreglumann með barefli en var svo yfirbugaður. Sá reyndist 18 ára og var vistaður í fangaklefa. Einn var undir 18 ára og annar undir 15 ára og voru þeir fluttir í önnur úrræði í samráði við foreldra og barnanvernd.

Einn drengjanna hótaði lögreglumönnum ítrekað lífláti og eru drengirnir sagðir eiga yfir höfði sér fjölda kæra vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×