Fékk 549.127 krónur í afslátt af bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 08:04 Myndin umdeilda, sem var fjarlægð eftir að málið rataði í fjölmiðla. Brimborg Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“. Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“ Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira