Fékk 549.127 krónur í afslátt af bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 08:04 Myndin umdeilda, sem var fjarlægð eftir að málið rataði í fjölmiðla. Brimborg Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“. Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“ Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira