Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2024 13:45 Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi. AP/James Speakman/PA Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira