Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 11:34 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. Vísir greindi frá því í gær að Sigríður hefði lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Helgi var nýlega kærður fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi tjáði Vísi að hann væri afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spurði hvort hún væri hreinlega embætti sínu vaxin. Sigríður lýsir aðdraganda málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún rifjar upp að þann 25. ágúst 2022 hafi hún veitt Helga Magnúsi áminningu skv. 21. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Beri að vera öðrum fyrirmynd „Í áminningarbréfinu kom m.a. fram að það væri niðurstaða ríkissaksóknara að með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, hafi háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans sem vararíkissaksóknari verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir Sigríður. Helgi hafði þá tjáð sig um frétt Stöðvar 2 þar sem lögmaður hælisleitenda sagði stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína. Helgi Magnús deildi fréttinni með eftirfarandi texta: „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Hann áréttaði svo að honum þætti vænt um samkynhneigð og hefði aldrei haft nokkuð á móti þeim. Þó mætti ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segðust samkynhneigðir, segðu satt til um það. Þáverandi dómsmálaráðherra gagnrýndi Helga fyrir orð sín. Hann mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigríður ríkissaksóknari segir að í áminningarbréfinu sem hún veitti Helga Magnúsi við það tilefni hafi honum verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt „með því að ítreka ekki ávirðingar/háttsemi af því tagi sem lýst var í bréfinu ellegar kynni það að leiða til þess að honum yrði veitt lausn frá embætti sbr. VI. kafla laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“ Hafi ekki bætt ráð sitt „Að mati ríkissaksóknara hefur Helgi Magnús Gunnarsson ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti hefur hann enn og aftur með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi sínu sem vararíkissaksóknari, sýnt af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari hafi því vísað málefnum tengdum tjáningu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sem sé stjórnvaldið sem skipaði hann í embætti vararíkissaksóknara og veitir lausn frá því embætti um stundarsakir skv. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, telji ráðherra efni til þess. Ríkissaksóknari hafi ekki frekari aðkomu að því máli. Fram kom í bréfi Sigríðar til Helga Magnúsar í gær að vinnuframlag hans hefði verið afþakkað á meðan málið er í ferli. Sigríður vísar í 26. gr. laga nr. 70/1996 þar sem segir: „Stjórnvald er skipar í embætti veitir og lausn frá því um stundarsakir. Rétt er að veita embættismanni lausn um stundarsakir ef hann hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, sbr. meðal annars 38. gr., hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar því embætti sem hann gegnir.“ Þá segir Sigríður telja að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættis ríkissaksóknara. Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Tengdar fréttir Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Vararíkissaksóknari segir samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna rannsóknar lekamálsins óheppileg. 15. nóvember 2014 18:20 Helgi Magnús "nálægt því að hlæja“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf málflutning sinn fyrir dómi á því, að segja orðrétt; "Sækjandi biðst afsökunar á því ef hann var of "nálægt því að hlæja“ undir þessum málflutningi,“ vitnaði til þessi sem Guðjón Ólafur Jónsson hrl., lögmaður Gunnars Andersen, hafði sagt í ræðu sinni þar sem hann krafðist þess að Helgi Magnús mydi víkja sem sækjandi í málinu, vegna þess að hann hefði verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra FME þegar hún var auglýst til umsóknar 11. febrúar 2009. Krafan byggir á því að Helgi Magnús sé vanhæfur til þess að sækja málið, þar sem hann hefði orðið undir í "persónulegri samkeppni“ um embætti forstjóra FME. 2. október 2012 14:09 Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. 20. júlí 2024 11:27 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Sigríður hefði lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Helgi var nýlega kærður fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi tjáði Vísi að hann væri afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spurði hvort hún væri hreinlega embætti sínu vaxin. Sigríður lýsir aðdraganda málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún rifjar upp að þann 25. ágúst 2022 hafi hún veitt Helga Magnúsi áminningu skv. 21. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Beri að vera öðrum fyrirmynd „Í áminningarbréfinu kom m.a. fram að það væri niðurstaða ríkissaksóknara að með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, hafi háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans sem vararíkissaksóknari verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir Sigríður. Helgi hafði þá tjáð sig um frétt Stöðvar 2 þar sem lögmaður hælisleitenda sagði stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína. Helgi Magnús deildi fréttinni með eftirfarandi texta: „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Hann áréttaði svo að honum þætti vænt um samkynhneigð og hefði aldrei haft nokkuð á móti þeim. Þó mætti ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segðust samkynhneigðir, segðu satt til um það. Þáverandi dómsmálaráðherra gagnrýndi Helga fyrir orð sín. Hann mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigríður ríkissaksóknari segir að í áminningarbréfinu sem hún veitti Helga Magnúsi við það tilefni hafi honum verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt „með því að ítreka ekki ávirðingar/háttsemi af því tagi sem lýst var í bréfinu ellegar kynni það að leiða til þess að honum yrði veitt lausn frá embætti sbr. VI. kafla laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“ Hafi ekki bætt ráð sitt „Að mati ríkissaksóknara hefur Helgi Magnús Gunnarsson ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti hefur hann enn og aftur með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi sínu sem vararíkissaksóknari, sýnt af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari hafi því vísað málefnum tengdum tjáningu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sem sé stjórnvaldið sem skipaði hann í embætti vararíkissaksóknara og veitir lausn frá því embætti um stundarsakir skv. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, telji ráðherra efni til þess. Ríkissaksóknari hafi ekki frekari aðkomu að því máli. Fram kom í bréfi Sigríðar til Helga Magnúsar í gær að vinnuframlag hans hefði verið afþakkað á meðan málið er í ferli. Sigríður vísar í 26. gr. laga nr. 70/1996 þar sem segir: „Stjórnvald er skipar í embætti veitir og lausn frá því um stundarsakir. Rétt er að veita embættismanni lausn um stundarsakir ef hann hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, sbr. meðal annars 38. gr., hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar því embætti sem hann gegnir.“ Þá segir Sigríður telja að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættis ríkissaksóknara.
Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Tengdar fréttir Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Vararíkissaksóknari segir samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna rannsóknar lekamálsins óheppileg. 15. nóvember 2014 18:20 Helgi Magnús "nálægt því að hlæja“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf málflutning sinn fyrir dómi á því, að segja orðrétt; "Sækjandi biðst afsökunar á því ef hann var of "nálægt því að hlæja“ undir þessum málflutningi,“ vitnaði til þessi sem Guðjón Ólafur Jónsson hrl., lögmaður Gunnars Andersen, hafði sagt í ræðu sinni þar sem hann krafðist þess að Helgi Magnús mydi víkja sem sækjandi í málinu, vegna þess að hann hefði verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra FME þegar hún var auglýst til umsóknar 11. febrúar 2009. Krafan byggir á því að Helgi Magnús sé vanhæfur til þess að sækja málið, þar sem hann hefði orðið undir í "persónulegri samkeppni“ um embætti forstjóra FME. 2. október 2012 14:09 Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. 20. júlí 2024 11:27 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Vararíkissaksóknari segir samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna rannsóknar lekamálsins óheppileg. 15. nóvember 2014 18:20
Helgi Magnús "nálægt því að hlæja“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf málflutning sinn fyrir dómi á því, að segja orðrétt; "Sækjandi biðst afsökunar á því ef hann var of "nálægt því að hlæja“ undir þessum málflutningi,“ vitnaði til þessi sem Guðjón Ólafur Jónsson hrl., lögmaður Gunnars Andersen, hafði sagt í ræðu sinni þar sem hann krafðist þess að Helgi Magnús mydi víkja sem sækjandi í málinu, vegna þess að hann hefði verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra FME þegar hún var auglýst til umsóknar 11. febrúar 2009. Krafan byggir á því að Helgi Magnús sé vanhæfur til þess að sækja málið, þar sem hann hefði orðið undir í "persónulegri samkeppni“ um embætti forstjóra FME. 2. október 2012 14:09
Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. 20. júlí 2024 11:27