Svona verða hátíðarhöldin á fimmtudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 16:54 Halla Tómasdóttir verðandi forseti með fjölskyldu sinni á kosningakvöld þann 1. júní þegar sigur var í höfn. Vísir/Vilhelm Vikivaki verður sunginn í Dómkirkjunni, Vetrarsól í Alþingishúsinu og almenningur getur fylgst með af risaskjá á Austurvelli. Dagskráin fyrir innsetningarathöfn Höllu Tómasdóttur liggur fyrir. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinuog hefst dagskrá klukkan 15:30. Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Þar verða settir upp skjáir svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. Að loknu drengskaparheiti minnist forseti Íslands fósturjarðarinnar af svölum þinghússins. Þá verður Smiðjan, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, í fyrsta sinn nýtt að lokinni embættistöku forseta Íslands fyrir gesti athafnarinnar. Smiðjan var tekin í notkun um síðustu áramót, en við fyrri embættistökur hefur móttakan farið fram í Alþingishúsinu. Eins og fram hefur komið hefur Halla Tómasdóttir boðið rúmlega hundrað manns til embættistökunnar sem mun fylgjast með innsetningunni í sal í Smiðju. Gestalistann má sjá í fréttinni að neðan. Þingmenn, ráðherrar, fyrri forsetar og aðrir gestir í þingsal munu svo sameinast gestum Höllu í móttöku í Smiðju að athöfn lokinni. Helgistund í Dómkirkjunni Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir og Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson er dómorganisti, Dómkórinn í Reykjavík syngur, Sigríður Thorlacius syngur einsöng með Skólakór Kársnes. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir. Forspil – innganga: Syngið Drottni söng nýjan, -sálmforleikur fyrir orgel yfir íslenskt þjóðlag. Smári Ólason Signing Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Í voða, vanda’ og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Mitt hjartans trúartraust til þín er efalaust, að mér með miskunn skærri munir þú vera nærri. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. Sálmur: Íslenskt þjóðlag – Hallgrímur Pétursson. Kórútsetning Smári Ólason Kollekta Englar hæstir, andar stærstir, allir lofi Drottins nafn. Allt sem andar, allt sem lifir, uppi, niðri, himnum yfir dýrki, lofi Drottins nafn. - Himinn fagur, hver einn dagur, hver ein nótt með stjörnusafn, stormar, þrumur, hvað sem hræðir, hvað sem vekur, örvar, glæðir lofi Herrans heilagt nafn. - Æðstum Drottni aldrei þrotni eilíft lof og þakkargjörð. Syngið feður, syngið mæður, syngið niðjar, menn og bræður. Heiðri Drottin hæð og jörð. Kórsöngur: Þorkell Sigurbjörnsson – John. S. Blackie / Matthías Jochumsson Guðspjall: Matt.7. 24-27 Festingin víða, hrein og há og himinbjörtu skýin blá og logandi hvelfing ljósum skírð, þið lofið skaparans miklu dýrð. Og þrautgóða sól er dag frá degi Drottins talar um máttarvegi, ávallt birtir þú öll um lönd almættisverk úr styrkri hönd. - Og þótt um helga þagnarleið þreyti vor jörð hið dimma skeið og enga rödd og ekkert hljóð uppheimaljósin sendi þjóð, skynsemi vorrar eyrum undir allar hljómar um næturstundir lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn: Lifandi Drottinn skóp oss einn. Sálmur: Atli Heimir Sveinsson – Joseph Addison / Jónas Hallgrímsson. Kórútsetning: Hildigunnur Rúnarsdóttir Hugleiðing frá altari Einsöngur og kór: Vikivaki Valgeir Guðjónsson – Jóhannes úr Kötlum Bæn – Faðir vor Blessun Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkan skaparans. Vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig :,: sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. :,: Sálmur: Sigvaldi Kaldalóns – Eggert Ólafsson Eftirspil: Lofið vorn Drottin, sálmforleikur fyrir orgel Páll Ísólfsson Athöfn í Alþingishúsinu Einsöngur: Vetrarsól (Sigríður Thorlacius) eftir Gunnar Þórðarson – Ólafur Haukur Símonarson Tómas Jónsson og Ómar Guðjónsson spila undir Lýst forsetakjöri Drengskaparheit unnið Forseti Íslands minnist fósturjarðarinnar af svölum þinghússins Ávarp forseta Íslands Þjóðsöngur Íslendinga (Dómkórinn í Reykjavík) e. Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Matthías Jochumsson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinuog hefst dagskrá klukkan 15:30. Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Þar verða settir upp skjáir svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. Að loknu drengskaparheiti minnist forseti Íslands fósturjarðarinnar af svölum þinghússins. Þá verður Smiðjan, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, í fyrsta sinn nýtt að lokinni embættistöku forseta Íslands fyrir gesti athafnarinnar. Smiðjan var tekin í notkun um síðustu áramót, en við fyrri embættistökur hefur móttakan farið fram í Alþingishúsinu. Eins og fram hefur komið hefur Halla Tómasdóttir boðið rúmlega hundrað manns til embættistökunnar sem mun fylgjast með innsetningunni í sal í Smiðju. Gestalistann má sjá í fréttinni að neðan. Þingmenn, ráðherrar, fyrri forsetar og aðrir gestir í þingsal munu svo sameinast gestum Höllu í móttöku í Smiðju að athöfn lokinni. Helgistund í Dómkirkjunni Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir og Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson er dómorganisti, Dómkórinn í Reykjavík syngur, Sigríður Thorlacius syngur einsöng með Skólakór Kársnes. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir. Forspil – innganga: Syngið Drottni söng nýjan, -sálmforleikur fyrir orgel yfir íslenskt þjóðlag. Smári Ólason Signing Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Í voða, vanda’ og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Mitt hjartans trúartraust til þín er efalaust, að mér með miskunn skærri munir þú vera nærri. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. Sálmur: Íslenskt þjóðlag – Hallgrímur Pétursson. Kórútsetning Smári Ólason Kollekta Englar hæstir, andar stærstir, allir lofi Drottins nafn. Allt sem andar, allt sem lifir, uppi, niðri, himnum yfir dýrki, lofi Drottins nafn. - Himinn fagur, hver einn dagur, hver ein nótt með stjörnusafn, stormar, þrumur, hvað sem hræðir, hvað sem vekur, örvar, glæðir lofi Herrans heilagt nafn. - Æðstum Drottni aldrei þrotni eilíft lof og þakkargjörð. Syngið feður, syngið mæður, syngið niðjar, menn og bræður. Heiðri Drottin hæð og jörð. Kórsöngur: Þorkell Sigurbjörnsson – John. S. Blackie / Matthías Jochumsson Guðspjall: Matt.7. 24-27 Festingin víða, hrein og há og himinbjörtu skýin blá og logandi hvelfing ljósum skírð, þið lofið skaparans miklu dýrð. Og þrautgóða sól er dag frá degi Drottins talar um máttarvegi, ávallt birtir þú öll um lönd almættisverk úr styrkri hönd. - Og þótt um helga þagnarleið þreyti vor jörð hið dimma skeið og enga rödd og ekkert hljóð uppheimaljósin sendi þjóð, skynsemi vorrar eyrum undir allar hljómar um næturstundir lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn: Lifandi Drottinn skóp oss einn. Sálmur: Atli Heimir Sveinsson – Joseph Addison / Jónas Hallgrímsson. Kórútsetning: Hildigunnur Rúnarsdóttir Hugleiðing frá altari Einsöngur og kór: Vikivaki Valgeir Guðjónsson – Jóhannes úr Kötlum Bæn – Faðir vor Blessun Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkan skaparans. Vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig :,: sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. :,: Sálmur: Sigvaldi Kaldalóns – Eggert Ólafsson Eftirspil: Lofið vorn Drottin, sálmforleikur fyrir orgel Páll Ísólfsson Athöfn í Alþingishúsinu Einsöngur: Vetrarsól (Sigríður Thorlacius) eftir Gunnar Þórðarson – Ólafur Haukur Símonarson Tómas Jónsson og Ómar Guðjónsson spila undir Lýst forsetakjöri Drengskaparheit unnið Forseti Íslands minnist fósturjarðarinnar af svölum þinghússins Ávarp forseta Íslands Þjóðsöngur Íslendinga (Dómkórinn í Reykjavík) e. Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Matthías Jochumsson
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira