Hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 22:09 Bergþór og Jón Steinar eru sammála um það að Helgi Magnús eigi ekki skilið áminningu fyrir ummæli hans um innflytjendur og hjálparsamtökin Solaris. vísir Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum. „Okkur þykir blasa við að maður eins og Helgi Magnús í þessu tilviki, sem hefur setið undir hótunum árum saman gagnvart sér og sinni fjölskyldu, hlýtur að hafa rétt til þess að segja satt um það sem um ræðir,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Hann og formaður flokksins hafa tjáð sig um málið og telja að Helga vegið. „Okkyr þykir það sem Helgi Magnús hefur sagt ekki í neinu samhengi réttlæta þá nálgun sem ríkissaksóknari virðist viðhafa núna gagnvart honum.“ Meðal þeirra ummæla sem Helgi Magnús hefur verið gagnrýndur fyrir að fleygja fram snúa að innflytjendur. Helgi Magnús sagði að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála“. Töldu ýmsir að með því væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða og ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. Um traust til starfa Helga segir Bergþór: „Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Það er þannig að menn skipta með sér verkum í þessari stofnun, rétt eins og hjá dómstólum. Ég held því að það sé ekki alvöru vandamál í þessu samhengi, að slíkur ótti þurfi að vera uppi.“ Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar. Bergþór telur það augljóst hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherra skuli bregðast við þessu erindi. „Augljóst að ráðherrann eigi að hafna þessari beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Það væri eðlilegast, hvort sem litið er til þess lagaramma sem um þetta gildir. Eða þess að embættismenn njóta málfrelsis. Þessi tvö atriði eru nægjanleg til þess að hafna þessari beiðni ríkissaksóknara,“ segir Bergþór. Hann telur mikilvægt að taka umræðu inni á þingi um málfrelsi embættismanna. Ekkert agavald Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari var sömuleiðis til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það illa vegið að Helga Magnúsi að leggja til að hann víki tímabundið frá störfum og taka mál hans til skoðunar. Hann sagði að ríkissaksóknari hefði ekki vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, heldur ráðherra sem hefði skipað í bæði embættin. „Ríkissaksóknari hefur ekkert agavald yfir honum. Þetta er nú bara stór þáttur í þessu máli.“ Mál Mohamad Kourani Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Okkur þykir blasa við að maður eins og Helgi Magnús í þessu tilviki, sem hefur setið undir hótunum árum saman gagnvart sér og sinni fjölskyldu, hlýtur að hafa rétt til þess að segja satt um það sem um ræðir,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Hann og formaður flokksins hafa tjáð sig um málið og telja að Helga vegið. „Okkyr þykir það sem Helgi Magnús hefur sagt ekki í neinu samhengi réttlæta þá nálgun sem ríkissaksóknari virðist viðhafa núna gagnvart honum.“ Meðal þeirra ummæla sem Helgi Magnús hefur verið gagnrýndur fyrir að fleygja fram snúa að innflytjendur. Helgi Magnús sagði að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála“. Töldu ýmsir að með því væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða og ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. Um traust til starfa Helga segir Bergþór: „Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Það er þannig að menn skipta með sér verkum í þessari stofnun, rétt eins og hjá dómstólum. Ég held því að það sé ekki alvöru vandamál í þessu samhengi, að slíkur ótti þurfi að vera uppi.“ Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar. Bergþór telur það augljóst hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherra skuli bregðast við þessu erindi. „Augljóst að ráðherrann eigi að hafna þessari beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Það væri eðlilegast, hvort sem litið er til þess lagaramma sem um þetta gildir. Eða þess að embættismenn njóta málfrelsis. Þessi tvö atriði eru nægjanleg til þess að hafna þessari beiðni ríkissaksóknara,“ segir Bergþór. Hann telur mikilvægt að taka umræðu inni á þingi um málfrelsi embættismanna. Ekkert agavald Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari var sömuleiðis til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það illa vegið að Helga Magnúsi að leggja til að hann víki tímabundið frá störfum og taka mál hans til skoðunar. Hann sagði að ríkissaksóknari hefði ekki vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, heldur ráðherra sem hefði skipað í bæði embættin. „Ríkissaksóknari hefur ekkert agavald yfir honum. Þetta er nú bara stór þáttur í þessu máli.“
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira