Frumsýning á Vísi: Sagði Audda að fangelsisvistin hefði verið þrælskemmtileg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2024 12:00 Herbert Guðmunds er meðal þeirra sem opna sig upp á gátt fyrir Audda. Þriðja þáttaröðin af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið á Stöð 2 í ágúst. Auðunn Blöndal umsjónarmaður þáttanna segist virkilega spenntur að sýna þjóðinni þættina en undirbúningur og tökur hafa staðið yfir síðasta árið og er fyrsta stiklan úr þáttaröðinni nú komin í loftið. „Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði. Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði.
Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Sjá meira