Vésteinn reiður vegna Signufarsans á ÓL: „Aldrei upplifað neitt verra á ferlinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 18:05 Vésteini Hafsteinssyni er misboðið vegna framkomunnar við þríþrautarfólk á Ólympíuleikunum í París. vísir/vilhelm Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri íslenska hópsins á Ólympíuleikunum í París, á ekki orð yfir framkomu skipuleggjenda leikanna við þríþrautarfólk. Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í þríþraut í dag og endaði í 51. sæti eftir að hafa dottið af hjóli sínu. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut á Ólympíuleikum. Lengi vel ríkti mikil óvissa hvort hægt yrði að keppa í sundi í þríþrautinni vegna mengunar í Signu þar sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna voru búnir að ákveða að sundhluti keppninnar færi fram. Vésteinn er ómyrkur í máli um farsann í kringum sundið í þríþrautinni en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég hef verið gagnrýninn á þetta og er enn harðorðari í dag vegna þess ef ég tek Ólympíuleikana og París og síðan Alþjóða ólympíunefndina og Alþjóða þríþrautarsambandið skil ég hreinlega ekki, og ég er talsverður reynslubolti í þessu, á mínum elleftu Ólympíuleikum, hvernig er hægt að koma fram við íþróttafólkið eins og búið er að gera hérna,“ sagði Vésteinn og benti á að keppendur hefðu fengið að vita með afar skömmum fyrirvara hvort keppt yrði. „Fólk er að fara að keppa klukkan átta um morgun og þjálfararnir og flokksstjórarnir fá að vita klukkan fjögur fimmtán hvort verður keppt eða ekki. Og ef það yrði ekki keppt yrði ekki keppt í sundi. Ég næ ekki upp í nefið á mér yfir þessu. Á mínum ferli hef ég aldrei upplifað neitt verra ef ég á að segja eins og það eru allir sammála um það.“ Allt brjálað hérna Vésteinn á von því að einhverjir eftirmálar verði af öllu havaríinu í kringum sundið í Signu. „Það er allt brjálað hérna. Keppnin fór fram á endanum en ég er alltaf að vinna með þjálfurum og íþróttafólki og mér finnst þetta móðgun við íþróttafólkið, hvernig er komið fram við það. Halda þessu fram á síðustu stundu og vera ekki með neitt plan B,“ sagði Vésteinn. Meðal annars var rætt um að sleppa sundinu ef mengun í Signu yrði yfir leyfilegum mörkum. Það fannst Vésteini fráleitt. „Það finnst mér eiginlega það versta, að alltaf einu yrði sundið tekið út. Hvað erum við að fara keppa í tugþraut en bara í 8-9 greinum,“ sagði Vésteinn forviða. Á ekki að geta gerst Hann var svo spurður hvaða áhrif hringavitleysa síðustu daga hefði haft á Guðlaugu Eddu. „Ég held að þetta hafi alveg haft sömu áhrif á hana og alla aðra. Við erum með öllum Norðurlöndunum hérna í þessum blokkum inni þorpinu og það eru allir vitlausir yfir þessu sem eðlilegt er. Það er eitthvað að hér. Svona lagað á ekkert að gerast. Svo hef ég komist að því frá Alþjóða þríþrautarsambandinu að þetta getur gerst út af veðri, að þeir sleppi einhverju en ég er að tala hér um Ólympíuleika. Fólk undirbýr sig í mörg ár fyrir þá og getur svo hugsanlega ekki keppt í greininni sinni,“ sagði Vésteinn. „Ég verð bara að segja að ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn hissa á ævinni þegar ég heyrði þessa umræðu. Hvernig getur maður komið fram við íþróttafólk, sem er að æfa í mörg ár til að komast á Ólympíuleika, að láta þau vita klukkan fjögur um nótt hvort það eigi að keppa klukkan átta um morgun?“ Hlusta má á viðtalið við Véstein í spilaranum hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. 31. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 05:47 Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Baráttan við bakteríurnar í Signu gengur illa: Óvissa um keppni Guðlaugar Eddu Guðlaug Edda Hannesdóttir og hinir þríþrautarkeppendurnir á Ólympíuleikunum í París fá ekki enn að synda í Signu. 29. júlí 2024 07:31 Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. 17. júlí 2024 13:02 Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. 13. júlí 2024 12:31 Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. 13. júlí 2024 12:31 Ennþá allt of mikið af E. coli í vatninu sem Guðlaug Edda keppir í á ÓL í París Ísland á í fyrsta sinn keppenda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna því Guðlaug Edda Hannesdóttir varð annar Íslendingurinn til að vinna sér þátttökurétt á leikunum í París. 22. júní 2024 09:31 Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í þríþraut í dag og endaði í 51. sæti eftir að hafa dottið af hjóli sínu. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut á Ólympíuleikum. Lengi vel ríkti mikil óvissa hvort hægt yrði að keppa í sundi í þríþrautinni vegna mengunar í Signu þar sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna voru búnir að ákveða að sundhluti keppninnar færi fram. Vésteinn er ómyrkur í máli um farsann í kringum sundið í þríþrautinni en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég hef verið gagnrýninn á þetta og er enn harðorðari í dag vegna þess ef ég tek Ólympíuleikana og París og síðan Alþjóða ólympíunefndina og Alþjóða þríþrautarsambandið skil ég hreinlega ekki, og ég er talsverður reynslubolti í þessu, á mínum elleftu Ólympíuleikum, hvernig er hægt að koma fram við íþróttafólkið eins og búið er að gera hérna,“ sagði Vésteinn og benti á að keppendur hefðu fengið að vita með afar skömmum fyrirvara hvort keppt yrði. „Fólk er að fara að keppa klukkan átta um morgun og þjálfararnir og flokksstjórarnir fá að vita klukkan fjögur fimmtán hvort verður keppt eða ekki. Og ef það yrði ekki keppt yrði ekki keppt í sundi. Ég næ ekki upp í nefið á mér yfir þessu. Á mínum ferli hef ég aldrei upplifað neitt verra ef ég á að segja eins og það eru allir sammála um það.“ Allt brjálað hérna Vésteinn á von því að einhverjir eftirmálar verði af öllu havaríinu í kringum sundið í Signu. „Það er allt brjálað hérna. Keppnin fór fram á endanum en ég er alltaf að vinna með þjálfurum og íþróttafólki og mér finnst þetta móðgun við íþróttafólkið, hvernig er komið fram við það. Halda þessu fram á síðustu stundu og vera ekki með neitt plan B,“ sagði Vésteinn. Meðal annars var rætt um að sleppa sundinu ef mengun í Signu yrði yfir leyfilegum mörkum. Það fannst Vésteini fráleitt. „Það finnst mér eiginlega það versta, að alltaf einu yrði sundið tekið út. Hvað erum við að fara keppa í tugþraut en bara í 8-9 greinum,“ sagði Vésteinn forviða. Á ekki að geta gerst Hann var svo spurður hvaða áhrif hringavitleysa síðustu daga hefði haft á Guðlaugu Eddu. „Ég held að þetta hafi alveg haft sömu áhrif á hana og alla aðra. Við erum með öllum Norðurlöndunum hérna í þessum blokkum inni þorpinu og það eru allir vitlausir yfir þessu sem eðlilegt er. Það er eitthvað að hér. Svona lagað á ekkert að gerast. Svo hef ég komist að því frá Alþjóða þríþrautarsambandinu að þetta getur gerst út af veðri, að þeir sleppi einhverju en ég er að tala hér um Ólympíuleika. Fólk undirbýr sig í mörg ár fyrir þá og getur svo hugsanlega ekki keppt í greininni sinni,“ sagði Vésteinn. „Ég verð bara að segja að ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn hissa á ævinni þegar ég heyrði þessa umræðu. Hvernig getur maður komið fram við íþróttafólk, sem er að æfa í mörg ár til að komast á Ólympíuleika, að láta þau vita klukkan fjögur um nótt hvort það eigi að keppa klukkan átta um morgun?“ Hlusta má á viðtalið við Véstein í spilaranum hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. 31. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 05:47 Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Baráttan við bakteríurnar í Signu gengur illa: Óvissa um keppni Guðlaugar Eddu Guðlaug Edda Hannesdóttir og hinir þríþrautarkeppendurnir á Ólympíuleikunum í París fá ekki enn að synda í Signu. 29. júlí 2024 07:31 Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. 17. júlí 2024 13:02 Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. 13. júlí 2024 12:31 Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. 13. júlí 2024 12:31 Ennþá allt of mikið af E. coli í vatninu sem Guðlaug Edda keppir í á ÓL í París Ísland á í fyrsta sinn keppenda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna því Guðlaug Edda Hannesdóttir varð annar Íslendingurinn til að vinna sér þátttökurétt á leikunum í París. 22. júní 2024 09:31 Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. 31. júlí 2024 08:01
Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 05:47
Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30
Baráttan við bakteríurnar í Signu gengur illa: Óvissa um keppni Guðlaugar Eddu Guðlaug Edda Hannesdóttir og hinir þríþrautarkeppendurnir á Ólympíuleikunum í París fá ekki enn að synda í Signu. 29. júlí 2024 07:31
Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. 17. júlí 2024 13:02
Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. 13. júlí 2024 12:31
Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. 13. júlí 2024 12:31
Ennþá allt of mikið af E. coli í vatninu sem Guðlaug Edda keppir í á ÓL í París Ísland á í fyrsta sinn keppenda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna því Guðlaug Edda Hannesdóttir varð annar Íslendingurinn til að vinna sér þátttökurétt á leikunum í París. 22. júní 2024 09:31
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00