Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 10:54 Inngripin ná til allra aldurshópa og spanna allt frá góðri menntun barna til þess að sjá öldruðum fyrir heyrnatækjum og félagsskap. Getty Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira