Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 11:55 Blóm og bangsar sem fólk hefur skilið eftir nærri vettvangi stunguárásarinnar í Southport á mánudag. AP/James Speakman/PA Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira