Allt að verða klárt fyrir embættistöku sjöunda forseta lýðveldisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:31 Undirbúningur fyrir embættistöku forseta Íslands hefur staðið yfir í og við Alþingi undanfarnar vikur. Í gær var meðal annars unnið að því að setja upp risaskjái á Austurvelli hvar almenningur getur fylgst með athöfninni. Vísir/Sigurjón Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfnina. Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira